Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 145. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 229  —  145. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um synjun á staðfestingu aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Telur ráðherra að rannsóknarskyldu stjórnvalds hafi verið nægjanlega sinnt þegar ráðherra neitaði að staðfesta aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps tveimur dögum eftir kosningar?
     2.      Er það mat ráðherra að umrædd breyting á aðalskipulaginu, sem fjallað hafði verið um í langan tíma, m.a. á tveimur kjörtímabilum sveitarstjórna, hafi verið vankynnt þannig að íbúar sveitarfélagsins eða aðrir aðilar hafi ekki vitað af eða getað komið athugasemdum sínum á framfæri á löglegan, venjubundinn hátt?
     3.      Má telja, í ljósi synjunarinnar, að ráðherra leggi nýtt mat á sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga í skipulagsmálum?
     4.      Hver er afstaða ráðherra til landsskipulags sem meðal annars er boðað í drögum að frumvarpi til nýrra skipulagslaga?
     5.      Hver er að mati ráðherra staða svæðisskipulags sveitarfélaganna við Þjórsá í ljósi synjunarinnar þar sem sveitarfélög austan Þjórsár gera ráð fyrir virkjunum í aðalskipulagi sínu?
     6.      Hversu oft hefur það gerst áður, í ljósi nýrrar túlkunar ráðherra á 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, að ráðherrar umhverfismála hafa gengið gegn niðurstöðu eða ráðleggingu fagstofnunar sinnar, þ.e. Skipulagsstofnunar?
     7.      Hversu oft áður hefur verið gerð krafa um það, við einstakar breytingar á aðalskipulagi, að farið sé eftir bókstaf 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga?
     8.      Hversu mikill aukakostnaður mun að mati ráðherra leggjast á sveitarfélögin verði þessi stefnubreyting ráðherra að viðtekinni venju?


Skriflegt svar óskast.