Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 100. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 248  —  100. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur um hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvert er hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið og hve lengi hafa þeir gegnt embætti?

    Hlutfall karla og kvenna í stöðu forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir forsætisráðuneytið er fjórir karlar og ein kona.
     1.      Hagstofan. Forstöðumaður er karl og hefur hann gegnt því embætti frá 1. mars 2008.
     2.      Þjóðmenningarhúsið. Forstöðumaður er karl og hefur hann gegnt því embætti frá 1. september 2008.
     3.      Seðlabanki Íslands. Bankastjóri Seðlabankans er karl og hefur hann gegnt því embætti frá 27. febrúar 2009.
     4.      Umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna er kona og hefur hún gegnt því embætti frá 1. júlí 2007.
     5.      Embætti ríkislögmanns. Embætti ríkislögmanns gegnir karl og hefur hann gegnt því embætti frá því í maí 1999.