Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 29. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 29  —  29. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um kostnað við umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Frá Ragnheiði E. Árnadóttur.



     1.      Hefur verið gerð nákvæm áætlun um kostnað við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu?
     2.      Ef ekki, hvenær mun sundurliðuð áætlun liggja fyrir?
     3.      Hversu mikill kostnaður hefur þegar fallið til vegna aðildarumsóknarinnar?
     4.      Er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárlagafrumvarpinu?


Skriflegt svar óskast.