Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 41. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 41  —  41. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um gengistryggðar og verðtryggðar eignir og skuldir bankanna.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hver er verðtryggingarjöfnuður skulda og eigna nýju bankanna? Ekki er óskað sundurliðunar eftir bönkum.
     2.      Eru líkur á að nýju bankarnir hagnist á verðbólgu ef verðtryggðar eignir eru miklar í hlutfalli við verðtryggðar skuldir?
     3.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að koma megi í veg fyrir að ríkið hagnist óeðlilega á kostnað almennings vegna verðbólgu?
     4.      Hver er gjaldeyrisjöfnuður nýju bankanna? Ekki er óskað sundurliðunar eftir bönkum.
     5.      Hver eru áhrif veikingar og styrkingar krónunnar á hag nýju bankanna miðað við gjaldeyrisjöfnuð þeirra?
     6.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að ríkið hagnist óeðlilega á kostnað almennings af veikari krónu?


Skriflegt svar óskast.