Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 64. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 64  —  64. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um gjaldeyrisvarasjóð Seðlabanka Íslands.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.



     1.      Hvert er mat ráðherra á því hve stór gjaldeyrisvarasjóður Íslands þarf að vera árlega, næstu tíu árin?
     2.      Hvernig er þörf fyrir stærð gjaldeyrisvarasjóðs á Íslandi reiknuð út og ákveðin?
     3.      Hverjar eru forsendur fyrir uppbyggingu sjóðsins?
     4.      Hvernig er ætlunin að verja gjaldeyrisvarasjóðnum?
     5.      Hver eru rökin fyrir því að byggja upp gjaldeyrisvarasjóðinn eins og stefnt er að, sérstaklega í ljósi yfirlýsinga ýmissa fræðimanna sem telja það ekki hafa tilgang að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð ef fyrir fram sé ákveðið að ekki megi eyða honum?
     6.      Hver verður árlegur kostnaður Íslands umfram tekjur af því að halda úti gjaldeyrisvarasjóði sem að stórum hluta er tekinn að láni erlendis?
     7.      Hefur reglum um notkun gjaldeyrisvarasjóðs verið breytt eftir að tekin var ákvörðun um að stækka hann?


Skriflegt svar óskast.