Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 61. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 126  —  61. mál.




Svar


dómsmála- og mannréttindaráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur um frestun á nauðungarsölum fasteigna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörgum nauðungarsölum fasteigna (hvort heldur um er að ræða byrjun uppboðs, framhald uppboðs eða lokasölu fasteigna) hefur til þessa verið frestað fram yfir 31. október 2009 hjá sýslumannsembættum landsins á grundvelli 3. gr. laga nr. 23/2009?

    Alls hefur 1.056 nauðungarsölum verið frestað fram yfir 31. október 2009 hjá sýslumannsembættunum tuttugu og fjórum, sbr. eftirfarandi töflu:

Embætti Embætti
Akranes 23 Ísafjörður 9
Akureyri 35 Keflavík 154
Blönduós 15 Kópavogur 88
Bolungarvík 5 Patreksfjörður 5
Borgarnes 13 Reykjavík 402
Búðardalur 3 Sauðárkrókur 4
Eskifjörður 14 Selfoss 38
Hafnarfjörður 149 Seyðisfjörður 14
Hólmavík 4 Siglufjörður 7
Húsavík 13 Stykkishólmur 11
Hvolsvöllur 23 Vestmannaeyjar 8
Höfn 16 Vík 3