Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 186. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 208  —  186. mál.




Fyrirspurn



til dómsmála- og mannréttindaráðherra um dómstólaráð.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.



     1.      Hvaða skýringar eru að baki síauknum kostnaði við rekstur dómstólaráðs?
     2.      Telur ráðherra kostnaðinn eðlilegan, t.d. í samanburði við kostnað héraðsdómstólanna?
     3.      Þiggja fulltrúar í dómstólaráði laun fyrir annað en setu í ráðinu?
     4.      Hvaða þjónustukaup eru á bak við áætlaðan 20.012.710 kr. kostnað ráðsins fyrir árið 2009?
     5.      Hvað skýrir áætlaðan 3.370.000 kr. ferðakostnað ráðsins fyrir árið 2009?


Skriflegt svar óskast.