Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 196. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 220  —  196. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um sérverkefni fyrir ráðuneyti frá 1. febrúar 2009.

Frá Birki Jóni Jónssyni.



     1.      Við hvaða ráðgjafarfyrirtæki eða einstaklinga hefur verið samið um að sinna sérverkefnum fyrir ráðuneytin frá 1. febrúar 2009?
     2.      Hver voru tilefnin og hversu háar hafa greiðslur verið til hvers og eins?
     3.      Ef verkefnin standa enn, hvað má þá ætla að heildarkostnaður við þau verði?
     4.      Voru verkefnin boðin út?
     5.      Hefur sami aðili í einhverjum tilvikum sinnt tveimur eða fleiri sérverkefnum fyrir ráðuneytin?
    Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum.


Skriflegt svar óskast.