Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 250. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 286  —  250. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um skipan í stjórnir fyrirtækja á vegum skilanefnda.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.



     1.      Hefur Fjármálaeftirlitið sett reglur um skipan skilanefnda Landsbankans, Glitnis og Kaupþings banka og bankaráða með tilliti til jafnréttislaga og hefur Fjármálaeftirlitið beint einhverjum tilmælum til þessara aðila um hvernig beri að fara að jafnréttislögum?
     2.      Hafa fyrrnefndar skilanefndir skipað fólk í stjórnir fyrirtækja og dótturfyrirtækja sem skilanefndirnar hafa tekið yfir að hluta eða öllu leyti? Svar óskast sundurgreint eftir bönkum.
     3.      Í stjórnir hvaða fyrirtækja hafa skilanefndirnar skipað stjórnarmenn? Hverjir hafa verið skipaðir og hver er skipting þeirra eftir kyni? Hverjir hafa verið skipaðir stjórnarformenn þessara fyrirtækja? Svar óskast sundurgreint eftir bönkum.
     4.      Hafa skilanefndirnar sett sér reglur um hvernig skipað skuli í stjórnir og taka reglurnar, ef til eru, mið af jafnréttislögum? Svar óskast sundurgreint eftir bönkum.


Skriflegt svar óskast.