Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 270. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 308  —  270. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um fundargerðir af fundum ráðherra með erlendum aðilum.

Frá Ragnheiði E. Árnadóttur.



     1.      Liggja fyrir fundargerðir af 20–60 mínútna löngum fundum ráðherra við þrjá þjóðhöfðingja og 12–14 utanríkisráðherra Evrópusambandsríkja á tímabilinu frá miðjum september til 22. október sl., og ef svo er, stendur til að birta þær? Ef ekki eru til fundargerðir, hvers vegna voru þær ekki gerðar?
     2.      Liggur fyrir fundargerð af fundi utanríkisráðherra með framkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, 22. september sl., og ef svo er, stendur til að birta hana? Ef ekki er til fundargerð, hvers vegna var hún ekki gerð?