Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 313. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 365  —  313. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um skýrslu sjávarútvegsráðherra Vestur-Norðurlanda um formlega samvinnu landanna á sviði sjávarútvegs.

Flm.: Ólína Þorvarðardóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Atli Gíslason,


Árni Johnsen, Sigurður Ingi Jóhannsson, Þráinn Bertelsson.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera samkomulag við landsstjórnir Færeyja og Grænlands um sameiginlega skýrslu sjávarútvegsráðherra landanna þar sem fram komi nákvæmt yfirlit yfir þá formlegu samvinnu sem er á milli Vestur-Norðurlanda bæði hvað varðar rannsóknir á lifandi auðlindum sjávar og fiskveiðistjórnina, ekki síst á sameiginlegum fiskstofnum.

Greinargerð.


    Tillaga þessi er sett fram á grundvelli ályktunar Vestnorræna ráðsins nr. 5/2009 sem samþykkt var á ársfundi ráðsins 27. ágúst 2009 í Rúnavík í Færeyjum. Óskað er eftir því að skýrslan liggi fyrir í mars 2010 þannig að hún geti legið til grundvallar umræðum á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins um fiskveiðistjórnarkerfi Vestur-Norðurlanda sem fer fram í júní 2010.