Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 327. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 439  —  327. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um jöklabréf og gjaldeyrishöft.

Frá Ásbirni Óttarssyni.



     1.      Hafa gjaldeyrishöft komið í veg fyrir greiðslur úr landi vegna jöklabréfa sem eru komin á gjalddaga?
     2.      Hvernig er eftirliti með þessum málum háttað?
     3.      Hvaða áhrif er talið að það muni hafa þegar dregið verður úr gjaldeyrishöftum?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leysa málefni tengd jöklabréfum þannig að hægt verði að losa um gjaldeyrishöftin?
     5.      Eru viðurlög við því að koma andvirði bréfanna úr landi?


Skriflegt svar óskast.