Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 273. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 444  —  273. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt á l. nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, og lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta félags- og tryggingamálanefndar


(SII, GStein, ÓÞ, ÁÞS, ÞBack, BVG, JRG).



     1.      Við 11. gr. Við efnisgr. bætist fyrirsögn, svohljóðandi: Tilkynning um tilfallandi vinnu.
     2.      Við 13. gr. A-liður falli brott.
     3.      Við 15. gr. Í stað orðsins „og“ komi: eða.
     4.      Við 16. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Umsækjandi um atvinnuleysisbætur“ í síðari málslið efnisgreinarinnar komi: Hinn tryggði.
                  b.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er Vinnumálastofnun heimilt að meta þegar sérstaklega stendur á hvort sá er stundar nám á háskólastigi sem nemur allt að 20 ECTS-einingum á námsönn uppfylli skilyrði laganna enda sé um svo lágt námshlutfall að ræða að námið telst ekki lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Skilyrði er að námið kunni að nýtast hinum tryggða beint við atvinnuleit að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar og skal hinn tryggði leggja fram staðfestingu frá viðkomandi menntastofnun um námshlutfallið. Hinn tryggði á þá rétt til skertra atvinnuleysisbóta fyrir sama tímabil og skal Vinnumálastofnun meta skerðinguna á tryggingahlutfalli sem hann á rétt til skv. 15. eða 19. gr. í samræmi við umfang námsins.
     5.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðanna „einn mánuð“ í b-lið komi: hálfan mánuð.
                  b.      C-liður falli brott.
     6.      Við 18. gr.
                  a.      Í stað orðanna „einn mánuð“ í b-lið komi: hálfan mánuð.
                  b.      C-liður falli brott.
     7.      Við 19. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „60 dögum“ í 1. mgr. kemur: þremur mánuðum.
                  b.      Í stað orðanna „átta vikur“ í 3. mgr. kemur: tvo mánuði.
     8.      Við 20. gr.
                  a.      Í stað orðanna „einn mánuð“ í b-lið komi: hálfan mánuð.
                  b.      C-liður falli brott.
     9.      Við 21. gr.
                  a.      Í stað orðanna „einn mánuð“ í c-lið komi: hálfan mánuð.
                  b.      D-liður falli brott.
     10.      Við 22. gr.
                  a.      Í stað orðanna „einn mánuð“ í c-lið komi: hálfan mánuð.
                  b.      D-liður falli brott.
     11.      Við 24. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 61. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „60 virkum dögum“ í 1. mgr. kemur: þremur mánuðum.
                  b.      Í stað orðanna „átta vikur“ í 3. mgr. kemur: tvo mánuði.
     12.      Við 25. gr. Í stað orðanna „521.318 kr. á mánuði“ í c-lið komi: 491.318 kr. á mánuði.
     13.      Við 28. gr. Greinin falli brott.
     14.      Við 32. gr. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skulu 8. gr. og a- og b-liður 9. gr. taka gildi 1. maí 2010.
     15.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, og lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum.