Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 325. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 563  —  325. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 92/2008, um framhaldsskóla.

(Eftir 2. umr., 21. des.)



1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 45. gr. er framhaldsskólum heimilt fram til loka skólaársins 2011–2012 að taka sérstakt gjald af nemendum sem nema má allt að 7.500 kr. á hverja námseiningu en þó aldrei hærra en leiðir af meðalframlagi á ársnemanda hvers skóla eins og það er ákveðið í fjárlögum hvers árs.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.