Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 337. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 572  —  337. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um þvinganir gegn Ísraelsríki vegna mannréttindabrota í Palestínu.

Frá Önnu Pálu Sverrisdóttur.



    Telur ráðherra að nauðsynlegt geti verið að beita Ísraelsríki viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota í Palestínu og ólöglegrar landtöku Ísraela þar? Hver er skoðun ráðherra á þeirri fullyrðingu að nú sé orðið tímabært að beita slíkum þvingunum?


Skriflegt svar óskast.