Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 349. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 622  —  349. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Frá Önnu Pálu Sverrisdóttur.



     1.      Hversu mikil er losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum? Óskað er eftir tölum um bæði brúttó- og nettólosun, um losun á mann og losun miðað við þjóðarframleiðslu. Þá er óskað eftir samanburði við önnur iðnríki annars vegar og þróunarríki hins vegar.
     2.      Hversu mikil yrði losunin ef við bættist útblástur frá 360.000 tonna álveri í Helguvík, 346.000 tonna álveri á Bakka og/eða stækkuðu álveri í Straumsvík?


Skriflegt svar óskast.