Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 377. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 680  —  377. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um stjórnsýslubreytingar vegna mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu.

Frá Sigurgeir Sindra Sigurgeirssyni.



    Hvaða breytingar er nauðsynlegt að gera á íslensku stjórnkerfi áður en Ísland getur orðið aðili að Evrópusambandinu? Óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi liði:
     a.      hvaða stofnunum eða skipulagsheildum er nauðsynlegt að koma á fót,
     b.      hver er áætlaður kostnaður við þá framkvæmd,
     c.      hvað er áætlað að framangreindar breytingar kalli á mörg viðbótarársverk í stjórnkerfinu?