Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 249. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 689  —  249. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur skipan í stjórnir fyrirtækja á vegum NBI, Íslandsbanka, Nýja Kaupþings (Arion banka).

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hafa NBI, Íslandsbanki, Nýja Kaupþing (Arion banki) eða dótturfélög bankanna skipað fólk í stjórnir fyrirtækja og dótturfyrirtækja sem bankarnir hafa tekið yfir að hluta eða öllu leyti? Svar óskast sundurgreint eftir bönkum.
     2.      Í stjórnir hvaða fyrirtækja hafa fyrrgreindir bankar skipað stjórnarmenn? Hverjir hafa verið skipaðir og hver er skipting þeirra eftir kyni? Hverjir hafa verið skipaðir stjórnarformenn þessara fyrirtækja? Svar óskast sundurgreint eftir bönkum.
     3.      Hafa fyrrgreindir bankar sett sér reglur um hvernig skipað skuli í stjórnir og taka reglurnar, ef til eru, mið af jafnréttislögum? Svar óskast sundurgreint eftir bönkum.


    Ráðuneytið hefur ekki haft undir höndum upplýsingar um skipan í stjórnir fyrirtækja á vegum NBI, Íslandsbanka eða Nýja Kaupþings (Arion banka) sem spurt er um í fyrirspurn þessari. Til að afla þessara upplýsinga var bönkunum þremur ritað bréf þar sem óskað var eftir framangreindum upplýsingum. Hér á eftir fara svör bankanna.

NBI hf.
    NBI hf. (hér eftir nefndur „Landsbankinn“) staðfestir að bankinn og dótturfélög hans hafa skipað fólk í stjórnir fyrirtækja sem bankinn hefur tekið yfir að hluta eða að öllu leyti.
    Starfsreglur bankaráðs Landsbankans kveða á um að ef bankaráð telur rétt að bankaráðsmaður taki sæti í stjórn dóttur- eða hlutdeildarfélags skuli við slíka ákvörðun fjalla ítarlega um áhrif stjórnarsetunnar á eftirlitshlutverk viðkomandi bankaráðsmanns og um nauðsyn þess að hann taki sæti í þeirri stjórn.
    Eignarhaldsfélagið Vestia ehf. er dótturfélag Landsbankans sem ber ábyrgð á umsýslu og ráðstöfun eignarhalds í atvinnufyrirtækjum sem bankinn fær í hendur í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar atvinnufyrirtækja, þ.e. þar sem kröfum bankans er breytt í hlutafé eða sem koma til við skuldaskil viðskiptavina bankans. Í starfsreglum Vestia segir varðandi skipun aðila í stjórnir atvinnufyrirtækja að félaginu sé heimilt að skipa fulltrúa í stjórnir þeirra hlutafélaga sem Vestia fer með eignarhlut í. Ákvörðun um slíkt skal í öllum tilfellum vera háð samþykki stjórnar Vestia. Viðkomandi stjórnarmenn geta verið starfsmenn Vestia eða utanaðkomandi sérfræðingar, eftir því sem hentugast þykir. Í þeim tilfellum þar sem starfsmenn félagsins taka sæti í stjórnum hlutafélaga skulu þeir ekki þiggja sérstök laun fyrir þann starfa heldur skulu stjórnarlaun þau er ella hefðu fallið í skaut þeirra renna til félagsins.
    Reginn ehf. er sértækt dótturfyrirtæki Landsbankans sem fer með eignarhald bankans á fasteignum eða hlutafé fasteignafélaga sem líklegt er að bankinn eigi um einhvern tíma. Félagið ber ábyrgð á umsýslu og ráðstöfun fasteigna eða fasteignafélaga, sem Landsbankinn kann að eignast vegna umbreytingar krafna í hlutafé eða vegna fullnustugjörninga. Félaginu er heimilt að skipa fulltrúa í stjórnir þeirra hlutafélaga sem félagið fer með eignarhluti í. Ákvörðun um slíkt skal í öllum tilfellum vera háð samþykki stjórnar félagsins. Í þeim tilfellum þar sem starfsmenn félagsins taka sæti í stjórnum hlutafélaga skulu þeir ekki þiggja sérstök laun fyrir þann starfa, heldur skulu stjórnarlaun þau er ella hefðu fallið þeim í skaut renna til félagsins.
    Landsbankinn hefur sett sér virka jafnréttisstefnu sem gildir einnig um skipun manna í stjórnir á vegum bankans. Jafnréttisstefna bankans tekur mið af jafnréttislögum.
    Eftirtaldir aðilar hafa verið skipaðir í stjórnir fyrirtækja fyrir hönd Landsbankans, Regins ehf. og/eða Eignarhaldsfélagsins Vestia ehf. sem félögin hafa tekið yfir að hluta eða að öllu leyti sem hluta af fullnustu eða fjárhagslegri endurskipulagningu:

    Fasteignafélag Íslands hf.
         Helgi S. Gunnarsson, stjórnarformaður – framkvæmdastjóri Regins ehf.
         Anna Sif Jónsdóttir – starfsmaður Regins ehf.
         Birgir Birgisson – starfsmaður Landsbankans
    Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf.
         Helgi S. Gunnarsson, stjórnarformaður – framkvæmdastjóri Regins ehf.
         Anna Sif Jónsdóttir – starfsmaður Regins ehf.
         Birgir Birgisson – starfsmaður Landsbankans
    Formaco N ehf.
         Friðrik Stefán Halldórsson, stjórnarformaður – starfsmaður Landsbankans
         Jón Hólmar Steingrímsson – starfsmaður Landsbankans
    Húsasmiðjan hf.
         Steinþór Baldursson, stjórnarformaður – starfsmaður Vestia
         Þórður Ólafur Þórðarson – starfsmaður Vestia
         Hrönn Sveinsdóttir – utanaðkomandi sérfræðingur, skipuð af Vestia
    Parlogis ehf.
         Steinþór Valur Ólafsson – starfsmaður Vestia, stjórnarformaður
         Kristinn Pálmason – starfsmaður Vestia
    Stoðir hf.
         Sigurður Jón Björnsson – utanaðkomandi sérfræðingur, skipaður af Vestia
    Teymi hf.
         Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður – starfsmaður Vestia
         Steinþór Baldursson – starfsmaður Vestia,
         Lúðvík Örn Steinarsson – utanaðkomandi sérfræðingur, skipaður af Vestia
    Askja ehf.
         Birgir Birgisson – starfsmaður Landsbankans
    Landic Property hf.
         Hermann Hermannsson – starfsmaður Landsbankans
    Og fjarskipti ehf. – dótturfélag Teymis hf.
         Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður – starfsmaður Vestia
         Steinþór Baldursson – starfsmaður Vestia
         Lúðvík Örn Steinarsson – utanaðkomandi sérfræðingur, skipaður af Vestia
    Skýrr ehf. – dótturfélag Teymis hf.
         Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður – starfsmaður Vestia
         Steinþór Baldursson – starfsmaður Vestia
         Lúðvík Örn Steinarsson – utanaðkomandi sérfræðingur, skipaður af Vestia
    Kögun ehf. – dótturfélag Teymis hf.
         Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður – starfsmaður Vestia
         Steinþór Baldursson – starfsmaður Vestia
         Lúðvík Örn Steinarsson – utanaðkomandi sérfræðingur, skipaður af Vestia
    Landsteinar Strengur ehf. – dótturfélag Teymis hf.
         Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður – starfsmaður Vestia
         Steinþór Baldursson – starfsmaður Vestia
         Lúðvík Örn Steinarsson – utanaðkomandi sérfræðingur, skipaður af Vestia
    EJS ehf. – dótturfélag Teymis hf.
         Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður – starfsmaður Vestia
         Steinþór Baldursson – starfsmaður Vestia
         Lúðvík Örn Steinarsson – utanaðkomandi sérfræðingur, skipaður af Vestia
    HugurAx ehf. – dótturfélag Teymis hf.
         Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður – starfsmaður Vestia
         Steinþór Baldursson – starfsmaður Vestia
         Lúðvík Örn Steinarsson – utanaðkomandi sérfræðingur, skipaður af Vestia
    Eskill ehf. – dótturfélag Teymis hf.
         Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður – starfsmaður Vestia
         Steinþór Baldursson – starfsmaður Vestia
         Lúðvík Örn Steinarsson – utanaðkomandi sérfræðingur, skipaður af Vestia
    Geysir Green Energy ehf.
         Þórður Ólafur Þórðarson – starfsmaður Vestia
         Steinþór Baldursson – starfsmaður Vestia
    Plastprent hf.
         Steinþór Valur Ólafsson – starfsmaður Vestia, stjórnarformaður
         Kristinn Pálmason – starfsmaður Vestia

Íslandsbanki hf.

Minnisblað vegna fyrirspurnar um kynjahlutfall í stjórnum.

    Spurning nr. 1: Höfum við skipað fólk í stjórnir?
         Svar: Já.
    Spurning nr. 2a: Í stjórnir hvaða fyrirtækja?
         Svar: Sjá lista hér að neðan.
    Spurning nr. 2b: Hverjir hafa verið skipaðir?
         Svar Sjá lista hér að neðan.
    Spurning 2c: Hvernig er skipting eftir kyni?
         Svar: Karlar 74%, konur 26%.
    Spurning 2d: Hverjir hafa verið skipaðir formenn?
         Svar: Sjá lista hér að neðan.
    Spurning 3: Hefur bankinn sett reglur um stjórnarskipanir?
         Svar: Nei.

Félag Fyrirtæki Nafn Tengsl Kyn
Breiðengi Capa Invest Rósant Már Torfason Starfsmaður Karl
Breiðengi Frumtak GO Haukur Skúlason Starfsmaður Karl
Breiðengi IMG Holding Hafsteinn Bragason Starfsmaður Karl
Engigerði Eik Properties/Eik Fasteignafélag Einar Sigurðsson Starfsmaður Karl
Engigerði Eik Properties/Eik Fasteignafélag Einar Örn Davíðsson (varamaður) Starfsmaður Karl
Engigerði Eik Properties/Eik Fasteignafélag Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Engigerði Hafslóð Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Engigerði Laugarakur Guðrún Gunnarsdóttir Starfsmaður Kona
Engigerði Laugarakur Runólfur Geir Benediktsson Starfsmaður Karl
Engigerði Laugarakur Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Engigerði Norðurturninn Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Engigerði Rivilus Sigrún Ragna Ólafsdóttir Starfsmaður Kona
Engigerði Rivilus Una Steinsdóttir Starfsmaður Kona
Engigerði Rivilus Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Engigerði Strandhögg í Norðri Guðrún Gunnarsdóttir (varam.) Starfsmaður Kona
Engigerði Strandhögg í Norðri Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Engigerði Eignarhaldsfélagið Fasteign Þorkell Sigurlaugsson Tilnefndur Karl
Engigerði Hafslóð Örn Kjærnested Tilnefndur Karl
Fjárengi Auðengi Rósant Már Torfason Starfsmaður Karl
Fjárengi Auðengi Tómas Sigurðsson Starfsmaður Karl
Fjárengi Auðkenni Runólfur Geir Benediktsson Starfsmaður Karl
Fjárengi Fjölgreiðslumiðlun Einar Páll Tamimi Tilnefndur Karl
Fjárengi Median–rafræn miðlun Jónas Jónatansson Tilnefndur Karl
Laufengi NG1 eignarhaldsfélag Tómas Sigurðsson Starfsmaður Karl
Laufengi NG1 eignarhaldsfélag Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Laufengi Sjóklæðagerðin Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Laufengi Steypustöðin Guðrún Gunnarsdóttir Starfsmaður Kona
Laufengi Steypustöðin Runólfur Geir Benediktsson Starfsmaður Karl
Laufengi Steypustöðin Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Laufengi Skeljungur og S-Fasteignir Einar Þór Þórhallsson Tilnefndur Karl
Laufengi Skeljungur og S-Fasteignir Þórarinn V Þórarinsson Tilnefndur Karl
Miðengi Miðengi Ingvi Hrafn Óskarsson Starfsmaður Karl
Miðengi Miðengi Sigrún Ragna Ólafsdóttir Starfsmaður Kona
Miðengi Miðengi Gunnar Svavarsson (formaður) Tilnefndur Karl
Miðengi Miðengi Gylfi Árnason Tilnefndur Karl
Miðengi Miðengi Kristín Flygenring Tilnefndur Kona
Útengi Háskólavellir Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Útengi Klasi Ríkharð Ottó Ríkharðsson Starfsmaður Karl
Önnur félög sem eru ekki undir Miðengi:
Önnur félög Borgun Agla Hendriksdóttir (varamaður) Starfsmaður Kona
Önnur félög Borgun Guðný Sigurðardóttir Starfsmaður Kona
Önnur félög Borgun Rósa Guðmundsdóttir (varam.) Starfsmaður Kona
Önnur félög Borgun Rósant Már Torfason (formaður) Starfsmaður Karl
Önnur félög Endurskoðunarnefnd RB Ágúst Hrafnkelsson Starfsmaður Karl
Önnur félög Íslandssjóðir Steinunn Bjarnadóttir (formaður) Starfsmaður Kona
Önnur félög RB Sigurjón Birgir Hákonarson Starfsmaður Karl
Önnur félög Icelandair Katrín Olga Jóhannesdóttir Tilnefndur Kona
Önnur félög Icelandair Sigurður Helgason (formaður) Tilnefndur Karl
Önnur félög Kreditkort Árni Geir Pálsson Tilnefndur Karl
Önnur félög Kreditkort Kristján Jóhannsson Tilnefndur Karl
Önnur félög Kreditkort Vilborg Lofts (formaður) Tilnefndur Kona

Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja.



Kyn Fjöldi Hlutfall
Karl 37 74%
Kona 13 26%
Arion banki hf.
    Þótt fyrirspurnin virðist fyrst og fremst lúta að skipun stjórna í „úrvinnslufélögum“ vill Arion banki engu síður nota tækifærið og upplýsa ráðuneytið og þingheim um skipan í stjórnir rekstrarfélaga innan samstæðunnar og þau meginsjónarmið sem þar gilda.

A.     Rekstrarfélög samstæðu.
    Við val á stjórnarmönnum í rekstrarfélögum samstæðu bankans eru þrjú meginsjónarmið höfð að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að velja hæfa einstaklinga, í öðru lagi að utanaðkomandi einstaklingar setjist í stjórnir ásamt starfsfólki bankans og loks að kynjahlutföll séu sem jöfnust. Veigamestu rekstrarfélög samstæðunnar eru (stjórnarformenn nafngreindir):

Félag Fjöldi Karlar Konur Utanað.

Stjórnarformaður

Arion verðbréfavarsla hf. 5 2 3 2 Finnur Sveinbjörnsson
Okkar líftryggingar hf. 5 3 2 2 Finnur Sveinbjörnsson
Stefnir hf. (rekstur verðbréfasjóða) 5 3 2 3 Hrund Rudolfsdóttir
AFL-sparisjóður 5 3 2 2 Þórbergur Guðjónsson
Sparisjóður Ólafsfjarðar 5 2 3 1 Þórdís Úlfarsdóttir
Ekort ehf. 3 0 3 0 Jóhanna Birgisdóttir
Eignasel ehf. (eignarhlutir í     yfirteknum félögum) 3 2 1 3 Bergþór Konráðsson
Landfestar ehf. (yfirtekið     atvinnuhúsnæði í útleigu) 3 1 2 3 Hrönn Pétursdóttir
Landey ehf. (yfirtekin     fasteignaþróunarverkefni) 3 2 1 0 Sigurjón Pálsson
Landsel ehf. (yfirteknir vörulagerar) 2 1 1 0 Sigurjón Pálsson

B. Úrvinnsluverkefni.
    Í þessum flokki eru einstök félög eða eignarhlutir sem bankinn hefur eignast tímabundið í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félags. Þessi verkefni eru mislangt á veg komin. Oftar en ekki eru því núverandi stjórnarmenn til bráðabirgða á vegum bankans. Þess er gætt að lánasérfræðingar eða aðrir starfsmenn á sviði hefðbundinnar bankaþjónustu setjist ekki í stjórnir félaga í þessum flokki. Þá er stefnt að jafnrétti kynjanna við skipun í stjórnir félaga í þessum flokki. Vegna ákvæða laga um trúnaðarskyldu verður eingöngu greint frá félögum sem hafa verið í opinberri umræðu (stjórnarformenn sem eru starfsmenn bankans eru nafngreindir):

Félag Fjöldi Karlar Konur Utanað. Stjórnarformaður
1998 ehf. 3 af 3 3 0 1 Halldór Bj. Lúðvígsson
Atorka Group hf. 1 af 5 1 0 0 Halldór Bj. Lúðvígsson
Hekla ehf. 1 af 1 1 0 0 Klemens Arnarson
Hekla fasteignir ehf. 1 af 1 1 0 0 Klemens Arnarson
Landic Property hf. 1 af 5 1 0 0
Landic Property Ísland ehf. 2 af 5 1 1 0
Penninn á Íslandi ehf. 3 af 3 2 1 1 Klemens Arnarson
Stoðir hf. 1 af 3 1 0 0
Þyrping ehf. 1 af 1 1 0 0 Klemens Arnarson