Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 413. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 729  —  413. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lækkun fóðurkostnaðar í loðdýrarækt.

Frá Ragnheiði E. Árnadóttur.



     1.      Hversu miklum fjármunum hefur verið varið til lækkunar fóðurkostnaðar í loðdýrarækt frá árinu 2004, sundurliðað eftir árum?
     2.      Eftir hvaða meginreglum fór þessi úthlutun fram? Hefur jafnræðis milli fóðurstöðva verið gætt við úthlutun fjárins?
     3.      Hefur ráðuneytið látið fara fram endurskoðun á úthlutunarreglunum?
     4.      Hverjar eru eftirstöðvar upphaflegs fjár?
     5.      Er áformað að verja frekari fjármunum til þessa verkefnis?


Skriflegt svar óskast.