Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 489. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 843  —  489. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um veiðar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Er það rétt að til standi að banna hefðbundnar og sjálfbærar veiðar á rjúpum, gæsum og hreindýrum á svæðum á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem veiðar hafa hingað til verið leyfðar og ef svo er, hver eru rökin fyrir slíkri ákvörðun?
     2.      Ef svo er, hefur verið haft samráð við hagsmunaaðila svo sem Skotveiðifélag Íslands, Skotveiðifélag Austurlands, hreindýraráð, Félag leiðsögumanna með hreindýrum og ferðaþjónustuaðila á Austurlandi?
     3.      Er það rétt að á fundum nefndar um stofnun þjóðgarðsins hafi margoft komið fram að veiðar skyldu ekki vera bannaðar eða takmarkaðar frá því sem nú gildir?