Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 541. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 931  —  541. mál.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um hjúkrunarrými, heimahjúkrun og heimaþjónustu.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hve mörg hjúkrunarrými eru hér á landi og hver er meðallegutími?
     2.      Hvað er ráðgert að mörg ný hjúkrunarrými verði tilbúin á næstu árum?
     3.      Hvað kostar að reka eitt hjúkrunarrými á ári?
     4.      Hvert er hlutfall hjúkrunarrýma hér á landi í samanburði við nágrannaríki, greint eftir fjölda aldraðra og sundurliðað eftir löndum?
     5.      Hver er meðallegutími í nágrannaríkjunum?
     6.      Hvert er þjónustustig heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu við aldraða hér á landi í samanburði við nágrannaríki?
     7.      Hve mikla þjónustu er unnt að veita í heimahjúkrun og heimaþjónustu sveitarfélaga svo að það teljist fjárhagslega hagkvæmara en þjónusta í hjúkrunarrými?


Skriflegt svar óskast.