Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 606. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1049  —  606. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um lækkun launa í heilbrigðiskerfinu.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hvaða fyrirætlanir eru um að lækka laun lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra ná fram þeim ásetningi að lækka þessi laun?
     3.      Hefur verið lagt mat á hvort slíkt hafi áhrif á möguleika á að manna læknastöður og stöður annars heilbrigðisstarfsfólks?