Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 127. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1056  —  127. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um styrki til framkvæmda í fráveitumálum.

     1.      Hvaða sveitarfélög hafa fengið styrki til framkvæmda í fráveitumálum, sbr. lög nr. 53/ 1995, og hversu háir hafa þeir verið reiknað á núgildandi verðlagi? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hverjar hafa verið árlegar heildargreiðslur vegna þessara styrkja, reiknað á núgildandi verðlagi?

    Á eftirfarandi töflu er yfirlit yfir fráveitustyrki vegna framkvæmda frá 1. maí 1995 til 31. desember 2008, uppreiknað á verðlagi 2010. Fráveitustyrkir hafa samkvæmt ákvæði laganna verið greiddir út eftir á þegar upplýsingum um staðfestan raunkostnað og öðrum fullnægjandi gögnum hefur verið skilað til fráveitunefndar.


Yfirlit yfir fráveitustyrki vegna framkvæmda frá 1. maí 1995 til 31. desember 2008 uppreiknað á verðlagi ársins 2010.
Styrkir vegna fráveituframkvæmda sveitarfélaganna eru greiddir árinu á eftir.
Miðað við neysluvöruvísitölu 357,9     
2009 2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 Samtals
Aðaldælahreppur 464.692 777.897 328.845 832.303 2.403.737
Akraneskaupstaður 15.034.303 1.249.637 16.283.940
Akureyrarkaupstaður 7.451.800 23.526.043 10.248.780 34.588.276 17.910.399 13.429.952 16.772.983 12.701.290 16.953.341 16.967.820 17.097.284 12.440.298 200.088.266
Árborg 3.781.898 9.875.234 40.451.455 46.990.308 65.755.790 49.422.948 21.156.980 7.883.705 4.866.919 250.185.235
Árneshreppur 930.425 930.425
Ásahreppur 129.946 2.316.617 169.357 152.601 2.768.520
Bárðdælahreppur 290.904 290.904
Bessastaðarhreppur 6.346.910 5.281.011 4.022.159 10.678.961 5.379.575 31.708.617
Biskupstungnahreppur 184.177 184.177
Bláskógabyggð 287.712 287.712
Blöndósbær 756.573 8.685.765 8.114.843 23.686.779 8.434.583 3.054.398 2.680.413 1.861.080 57.274.435
Borgarbyggð 23.158.797 1.182.676 217.700 442.810 2.347.979 8.223.142 1.669.073 37.242.177
Borgarfjarðarhreppur 102.384 237.651 454.547 671.544 1.013.480 777.801 3.257.407
Broddaneshreppur 842.548 842.548
Bæjarhreppur 222.057 122.642 60.997 102.388 1.180.187 1.688.271
Dalvíkurbyggð 2.922.312 2.922.312
Djúpavogshreppur 50.000 161.250 211.250
Eskifjarðarkaupstaður 3.110.945 3.110.945
Eyja- og Miklaholtshreppur 1.322.715 1.322.715
Fáskrúðsfjarðarhreppur 2.275.112 224.938 2.500.051
Fellahreppur 2.082.860 677.309 716.083 526.582 4.002.834
Fljótsdalshreppur 6.227.458 698.286 459.769 990.191 263.616 477.711 9.117.031
Garðabær 5.310.509 29.877.257 17.736.219 797.587 53.721.572
Gaulverjabæjarhreppur 159.782 279.302 439.084
Grímsnes- og Grafningshreppur 4.301.798 10.589.776 484.654 121.948 2.303.214 17.801.390
Grýtubakkahreppur 37.070 43.795 113.531 207.190 129.855 1.852.127 1.505.001 3.888.568
Hafnarfjarðarkaupstaður 49.768.863 132.456.289 123.666.140 109.537.743 2.048.991 3.563.587 4.385.802 28.728.157 9.984.287 3.648.069 467.787.928
Helgafellssveit 662.131 662.131
Hofshreppur 1.079.928 1.079.928
Hornafjörður 966.061 2.469.528 5.749.068 2.498.161 11.682.818
Hraungerðishreppur 707.886 707.886
Hríseyjarhreppur 209.851 209.851
Hrunamannahreppur 2.628.604 466.872 5.260.233 8.355.709
Húnaþing vestra 339.826 148.266 488.092
Húnavatnshreppur 3.524.365 3.524.365
Húsavíkurbær 5.564.305 5.564.305
Hvalfjarðarstrandahreppur 144.528 72.072 216.600
Hveragerðisbær 2.540.412 7.677.462 7.855.788 25.880.428 46.270.730 19.283.440 12.823.442 4.643.124 16.204.720 143.179.546
Hörgárbyggð 501.677 2.176.743 2.678.420
Ísafjarðarbær 1.306.500 1.306.500
Kaldrananeshreppur 1.006.049 1.006.049
Kelduneshreppur 142.070 546.320 677.211 1.365.601
Kirkjubólshreppur 782.671 217.793 1.000.464
Kjalarneshreppur 1.160.272 1.160.272


Miðað við neysluvöruvísitölu 357,9     
2009 2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 Samtals
Kolbeinsstaðarhreppur 1.414.555 1.414.555
Kópavogsbær 20.644.663 27.343.485 10.542.444 24.023.533 12.921.997 15.034.008 39.169.610 19.412.627 8.488.673 4.313.914 694.451 182.589.405
Vestur-Landeyjahreppur 910.310 910.310
Norður-Hérað 1.846.620 1.453.799 1.278.267 193.284 4.771.972
Austur-Hérað 829.125 1.407.743 958.040 1.592.143 472.648 5.259.699
Mjóafjarðarhreppur 2.258.226 2.258.226
Mosfellsbær 4.837.279 12.681.298 8.838.282 17.670.996 6.706.500 7.415.330 3.771.952 61.921.636
Mýrdalshreppur 1.069.798 1.069.798
Neskaupstaður 270.131 270.131
Rangárvallahreppur 2.473.744 183.057 1.438.944 1.569.700 2.741.571 8.407.017
Rangárþing eystra 3.089.364 7.894.603 5.746.274 16.730.241
Rangárþing ytra 1.701.165 2.030.716 1.525.053 2.482.232 34.313.200 42.052.366
Reykhólahreppur 1.012.852 1.012.852
Reykjanesbær 687.383 18.028.059 28.775.712 13.153.915 17.597.781 78.242.850
Reykjavíkurborg 7.500.310 15.499.413 13.231.142 103.624.428 136.517.571 183.699.407 249.266.876 319.877.367 92.688.551 50.243.937 111.504.750 243.699.898 96.121.069 119.120.403 1.742.595.122
Sandgerðisbær 4.704.244 4.704.244
Seltjarnarneskaupstaður 21.762 690.559 1.558.206 1.413.199 3.683.726
Seyðisfjarðarkaupstaður 1.105.977 2.671.642 6.204.805 7.908.058 9.821.993 27.712.474
Siglufjarðarkaupstaður 7.924.790 7.924.790
Skagabyggð 223.072 317.804 97.549 13.379 171.156 986.623 26.863 1.836.447
Skriðudalshreppur 1.330.439 1.330.439
Staðarhólshreppur 407.007 407.007
Sveinsstaðarhreppur 1.216.168 1.216.168
Skekkjastaðarhreppur 786.453 786.453
Skriðuhreppur 59.364 1.826.647 1.886.011
Svalbarðstrandarhreppur 499.912 587.600 728.942 1.816.453
Ytri-Torfustaðarhreppur 64.427 462.583 527.010
Tunguhreppur 579.849 149.544 729.393
Vestmannaeyjabær 4.479.123 6.496.592 4.913.596 8.662.939 8.765.315 20.299.256 4.201.833 3.572.774 61.391.427
Vopnafjarðarhreppur 1.564.593 7.781.317 5.965.054 15.310.964
Þingeyrjarsveit 1.199.322 810.335 570.796 1.484.676 1.148.894 224.971 5.438.994
Þorkelshólshreppur 37.789 53.371 457.695 548.855
Þórshafnarhreppur 1.421.860 1.421.860
Þverárhlíðarhreppur 262.299 262.299
Öxnadalshreppur 498.156 498.156
Ölfushreppur 15.149.947 1.298.663 16.448.610
Samtals 158.232.104 255.226.577 220.976.325 322.296.032 303.994.139 374.823.924 424.689.589 414.310.433 192.514.363 181.677.692 199.983.500 317.298.492 149.770.912 146.044.466 3.661.838.548
     3.      Hversu stórum hluta af heildarraunkostnaði styrkhæfra framkvæmda nemur þessi upphæð í hverju tilviki fyrir sig?
    
Fjárhagslegur stuðningur ríkisins vegna framkvæmda sveitarfélaga við fráveitur sem unnar voru frá 1. maí 1995 til 31. desember 2008 gat, samkvæmt lögunum, numið allt að 200 millj. kr. á ári eftir því sem nánar er kveðið á um í fjárlögum, þó aldrei hærri upphæð en sem nemur 20% af staðfestum heildarraunkostnaði styrkhæfra framkvæmda næstliðins árs. Þá heimiluðu lögin að ráðstafa mætti allt að fjórðungi styrkupphæðar á hverju ári í þeim tilgangi að jafna svo sem kostur er kostnað einstakra sveitarfélaga við fráveituframkvæmdir þegar miðað er við heildarkostnað á íbúa. Kostnaður sveitarfélaga vegna úrbóta í fráveitumálum er mjög breytilegur. Framkvæmdir á tímabilinu 1. maí 1995 til 31. desember 1996 voru styrkt um sem samsvarar 20% af staðfestum raunkostnaði. Vegna framkvæmda á árunum 1997 til og með 2005 var svigrúm til að beita jöfnunarákvæði laganna og var það til komið vegna mikilla framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, þar sem heildarfráveituframkvæmdir einkenndust af framkvæmdum stóru sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og var fyrirsjáanlegt að þegar þessi sveitarfélög kæmu að því að ljúka framkvæmdum sínum mundi meðaltalskostnaður sveitarfélaga hækka og svigrúm til jöfnunar minnka. Heimild um beitingu jöfnunarákvæðis var notuð vegna framkvæmda í þéttbýli og var þá hámarksstyrkur 30% til þeirra sveitarfélaga þar sem hlutfallslegur kostnaður vegna sameiginlegs fráveitukerfis væri hár. Vegna framkvæmda á árinu 2000 var miðað við að hlutfallslegur kostnaður væri yfir 100.000 kr. á íbúa á verðlagi þess árs. Væri kostnaður á bilinu 67.550 til 100.000 kr. breyttist styrkhlutfallið línulega frá 20% til 30%. Þar sem kostnaður var minni en 67.550 kr. á íbúa breyttist styrkhlutfallið línulega frá 15% til 20%. Enda þótt hlutfallslegur kostnaður sveitarfélaga vegna fráveituframkvæmda í dreifbýli sé verulega lægri á íbúa en í þéttbýli þá nutu framkvæmdir í dreifbýli ávallt 20% styrks meðan hægt var að beita jöfnunarheimildinni, enda aðstaða sveitahreppa að ýmsu leyti erfiðari, svo sem vegna áætlanagerðar. Vegna framkvæmda árið 2007 fengu sveitarfélög greiddan styrk sem nemur 20% af styrkhæfum fráveituframkvæmdum og vegna framkvæmda ársins 2008 nam þessi upphæð 3,9% af styrkhæfum framkvæmdum.

     4.      Liggja fyrir í ráðuneytinu umsóknir frá sveitarfélögum um styrki til fráveituframkvæmda sem eru óafgreiddar eða hefur verið hafnað vegna ónógra fjárveitinga? Ef svo er, um hvaða sveitarfélög er að ræða og hver er áætlaður kostnaður við fráveituframkvæmdir á þeirra vegum?
    Nei, styrkir hafa alltaf verið greiddir, sbr. svar við 3. lið, nema þar sem umsóknir hafa verið ófullnægjandi eða ekki borist á réttum tíma. Á árinu 2008, vegna framkvæmda ársins 2007, reyndist ekki mögulegt að veita hámarksstyrk til sveitarfélaga sem þá óskuðu eftir styrk vegna fráveituframkvæmda heldur var einungis unnt að veita styrk sem nam 3,9% af heildarfjárhæð framkvæmda. Þetta ástand skapaðist vegna þess að í lögum um stuðning ríkisins við fráveituframkvæmdir var ekki heimilt að veita nema að hámarki 200 millj. kr. á ári til verkefnisins. Sveitarfélögum var tilkynnt um þetta og jafnframt að þetta væri síðasta styrkhæfa árið lögum samkvæmt.
    Heimild sem kom inn í lögin árið 2005 um að ráðstafa mætti allt að 10 millj. kr. á ári til rannsókna á viðtökum fráveitu hefur ekki verið nýtt þar sem réttara þótti að nýta alla fjármuni í styrkhæfar framkvæmdir.

     5.      Hefur verið gerð úttekt á því hvar fráveitumál eru enn í óviðunandi ástandi og hver kostnaður er við úrbætur? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
    Fylgst hefur verið með þróun þessara mála frá því að umhverfisráðuneytið var stofnað.
    Nefnd sem starfaði á árunum 1992 og 1993 hafði það hlutverk að gera úttekt á ástandi fráveitumála, móta stefnu í fráveitumálum, kanna ástand fráveitumála og benda á leiðir til úrbóta. Nefndin sendi út spurningalista til allra sveitarfélaga í landinu í því skyni að afla gagna um ástand fráveitumála. Starfsmaður nefnarinnar fylgdi upplýsingaöfluninni eftir með því að fara til flestra þéttbýlisstaða, ræddi við tæknimenn og sveitarstjórnarmenn á viðkomandi stöðum og kannaði ástandið. Niðurstaða úttektarinnar var sú að árið 1993 var ástand þessara mála víða í ólestri og þó var töluverð hreyfing í þá átt að bæta úr.
    Tíu árum síðar, eða á árinu 2003, gaf fráveitunefnd umhverfisráðuneytisins, sem starfaði samkvæmt lögum nr. 53/1995, um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum, skýrslu um úttekt á stöðu fráveitumála á Íslandi. Þar var miðað við stöðuna eins og hún var á árinu 2001. Veruleg breyting var merkjanlega á ástandi mála frá árinu 1993 og var það mat þess sem vann úttektina að um tæp 70% landsmanna byggju við viðunandi aðstæður í fráveitumálum. Þetta segir þó ekki alla söguna þar sem stærstu fráveituframkvæmdirnar höfðu verið þar sem mannfjöldi er mestur, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
    Ráðuneytið lét uppfæra þessar upplýsingar og framreikna fjárþörf miðað við áramótin 2003–2004. Í fylgiskjali I er yfirlit yfir áætlaða fyrirliggjandi fjárþörf til að klára úrbætur í janúar 2004, annars vegar heildarkostnað hlutaðeigandi sveitarfélags og hins vegar eftirstandandi framkvæmdakostnað á íbúa hvers sveitarfélags. Sérstaklega skal tekið fram að einungis er um að ræða styrkhæfar framkvæmdir í samræmi við lög nr. 53/1995, um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.
    Ætla má að nú búi um 80% landsmanna við viðunandi aðstæður í fráveitumálum.

     6.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að framhald verði á styrkveitingum til fráveituframkvæmda eða að heimilaðar verði endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna þessara framkvæmda?
    Þegar lög um stuðning ríkisins við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum voru samþykkt á Alþingi 1994 var ákveðið að þessi stuðningur væri tímabundinn til 10 ára og hugsaður einvörðungu til að hvetja sveitarfélög til að hraða framkvæmdum í fráveitumálum. Þegar fyrir lá á árunum 2003–2004 að töluvert mundi vanta á að þeim árangri yrði náð lét ráðuneytið vinna úttekt á stöðu mála og var sú greinargerð kynnt fyrir sveitarfélögum og rædd með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fulltrúum sveitarfélaganna. Í samræmi við tillögur tekjustofnanefndar ríkis og sveitarfélaga varð samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaganna um að framlengja gildistíma laganna um þrjú ár, eða fyrir framkvæmdir á árunum 2006 til og með 2008, með óbreyttu árlegu fjárframlagi. Af þessum ástæðum hefur ráðuneytið ekki séð ástæðu til að gera tillögur um áframhaldandi stuðning við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga enda eru þær framkvæmdir, samkvæmt formlegri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, á forræði sveitarfélaga. Fylgiskjal.



Framreikningur á stöðu fráveitumála – greinargerð.

    Meðfylgjandi tafla er uppfærsla á tölulegum niðurstöðum skýrslu fráveitunefndar umhverfisráðuneytis frá febrúar 2003 Úttekt á stöðu fráveitumála á Íslandi – fjárþörf til framkvæmda.
    Taflan er framreikningur á viðaukum 9, 10 og 11 í téðri skýslu og sýnir áætlaða fjárþörf og fjárfestingu sveitarfélaga árin 2002 og 2003 í styrkhæfum fráveituframkvæmdum. Áætluð fjárþörf er úr skýrslu frá 2003 eða nýrri heildaráætlunum en upplýsingar um framkvæmdafé byggist á umsóknum sveitarfélaga um styrki til fráveitunefndar. Í töflu er áætluð fjárþörf til sumarhúsa inni í heildartölum styrkhæfra framkvæmda en þessum lið var haldið aðskildum í skýrslu 2003.
    Skipting sveitarfélaga í flokka I, II og III er sýnd í töflu til að undirstrika mismunandi áreiðanleika áætlana og framkvæmdatalna eftir flokkum:
     *      Í flokki I eru sveitarfélög sem hafa heildaráætlun og eru í samskiptum við fráveitunefnd. Kostnaðaráætlanir byggja á heildaráætlunum sem þessi sveitarfélög hafa látið gera.
     *      Í flokki II eru sveitarfélög sem ekki eru í samskiptum við fráveitunefnd og hafa þéttbýli. Kostnaðaráætlun fyrir þéttbýli byggist á gögnum sem aflað var í heimsóknum skýrsluhöfundar árið 2002 en kostnaðaráætlun fyrir dreifbýli byggist á mati heilbriðisfulltrúa.
     *      Í flokki III eru sveitarfélög og án þéttbýlis og hafa ekki verið í samskiptum við fráveitunefnd. Þessi sveitarfélög voru ekki heimsótt vegna úttektar og kostnaðaráætlanir byggjast á mati heilbriðisfulltrúa á stöðu fráveitumála.
    Rétt er að árétta, að framkvæmdatölur í töflu eru einungis frá sveitarfélögum í flokki I en einhverjar framkvæmdir kunna að hafa verið í öðrum sveitarfélögum. Einnig að áætluð fjárþörf í dreifbýli byggist oft á veikum forsendum, því að í mörgum tilvikum skortir úttektir til að byggja matið á.
    Þetta var unnið árið 2004.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.