Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 364. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1150  —  364. mál.




Svar



efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Erlu Óskar Ásgeirsdóttur um gjaldeyrishöft.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var kostnaður Seðlabanka Íslands árið 2009 við að viðhalda gjaldeyrishöftunum?

    Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands skiptist kostnaður vegna gjaldeyrishafta með eftirfarandi hætti, í milljónum króna:

Laun og launatengd gjöld 10,3
Aðkeypt vinna 4,7
Annar kostnaður (hlutdeild í rekstri) 8,9
Samtals 23,9