Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 657. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1233  —  657. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra.

Frá Birgi Ármannssyni.



     1.      Hvaða réttarreglur, skráðar og óskráðar, gilda að íslenskum rétti um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra gagnvart Alþingi?
     2.      Hvaða viðurlög eru við brotum á slíkri skyldu?
     3.      Telur ráðherra tilefni til að breyta þessum reglum, skýra þær eða eftir atvikum herða þær?


Skriflegt svar óskast.