Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 613. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Prentað upp.

Þskj. 1245  —  613. mál.
Viðbót við 4. tölul.




Svar



mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar um afnot af efni Ríkisútvarpsins ohf.

    Þar sem spurningar háttvirts þingmanns snerta starfsemi Ríkisútvarpsins beint var óskað eftir svörum frá stofnuninni.

     1.      Hvaða reglur gilda um lán, sölu, leigu eða aðra notkun á mynd og hljóðefni Ríkisútvarpsins ohf.?
    Ríkisútvarpið er bundið af lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., sem og af ákvæðum útvarpslaga, nr. 53/2000, höfundalaga, nr. 73/1972, og samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins ohf. Auk þess gildir að öllum er heimill aðgangur að safni Ríkisútvarpsins á opnunartíma þess. Starfsfólk leiðbeinir gestum við leit og afgreiðir efni til skoðunar og hlustunar endurgjaldslaust. Ekki er heimilt að lána efni út af safninu. RÚV selur aldrei einkarétt að hljóð- eða myndefni í eigu félagsins. Hins vegar hafa einstaklingar, fyrirtæki og opinberir aðilar keypt tímabundinn afnotarétt að hljóð- og/eða myndefni.

     2.      Er í gildi gjaldskrá fyrir afnot af efni Ríkisútvarpsins ohf. og ef svo er, hvernig er hún?
    Gjaldskrá RÚV má sjá hér á eftir. Ef um er að ræða afritun á efni sem eingöngu er ætlað til einkanota greiðir viðkomandi 6.250 kr. með vsk. fyrir hvern þátt.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Verðskrá Ríkisútvarpsins, hljóð- og myndefni, janúar 2010.



     3.      Gilda sömu reglur og gjaldskrá um starfsmenn eða verktaka Ríkisútvarpsins ohf. og aðra sem óska eftir afnotum af efni? Ef ekki, hvaða reglur gilda þá?

    Það gilda sömu reglur fyrir alla. Í þeim tilvikum sem þættir eru unnir fyrir RÚV eða að frumkvæði RÚV er ekki gjaldfærður kostnaður fyrir myndefni enda á RÚV ótímabundinn ráðstöfunarrétt á þættinum.

     4.      Eru í gildi samningar við einhverja aðila um afnot af efni Ríkisútvarpsins ohf. og þá við hverja?
    RÚV hefur gert samninga við mjög marga innlenda og erlenda aðila, einkum listamenn og kvikmyndagerðarmenn um að fá tímabundinn afnotarétt á efni RÚV til útgáfu í verkum þeirra. Viðkomandi ber ábyrgð á útgáfunni en greiðir RÚV fyrir tímabundinn afnotarétt. Gagnkvæmur samningur er milli sjónvarpsstöðvanna um afnot myndefnis í allt að 90 sek. í hverjum þætti.
    Á tímabilinu apríl 2009 til loka apríl 2010 voru gerðir samningar við eftirtalda innlenda og erlenda aðila:
    – Stórsaga
    – Sögusafn íslenska hestsins
    – Hands up Music
    – Thors Saga
    – Tónlistarsafn Íslands
    – Alina Dubic
    – Kjartan Ólafsson
    – Grímsfilm
    – Leikfélag Reykjavíkur
    – Gríman
    – Leiklistasafn Íslands
    – Tim Buzbee
    – Ljósop
    – Blueeyes
    – Verkís
    – Ground Control Productions
    – Jón Ásmundsson
    – Árbæjarsafn
    – Eiður Ágúst Gunnarsson
    – Listasafn Íslands
    – Stefán Loftsson
    – Grýta
    – Listasafnið Akureyri
    – Drengjakór Reykjavíkur
    – Sena
    – Profilm and Scandinature
    – Poppoli
    – Ljósband
    – Norðuróp
    – Argout Film
    – Hvíta fjallið
    – Helgi Felixsson
    – Mývatnsstofan ehf.
    – Lazytown Extra ehf.
    – REC studio
    – Seltjarnarneskaupstaður
    – Sagafilm
    – Pioneer productions
    – History Channel
    – Red Marbel Media
    – Atlantic productions
    – Danmarks Radio
    – Canadian Broadcasting Corporation

    – EMI Music France
    – Hit Entertainment
    – Schweiser Fernsehen
    – Cicada Productions
    – NRK
    – AR-studios
    – Credit info
    – Info network
    – Tokyo Brodcasting System Television Inc
    – KM Presse
    – ARD
    – Tv3 Catalonia
    – BBC
    – ABC network
    – Thomson Reuters
    – Earthlink
    – APTN
    – Societe Européenne de Production
    – TF1 production
    – Moxie Firecravker film
    – ZDF
    – Ushuaia Nature


     5.      Hvernig bregst Ríkisútvarpið ohf. við notkun efnis án heimildar eða samnings?
    RÚV fer í þeim efnum eftir ákvæðum höfundalaga, nr. 73/1972.