Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 664. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1300  —  664. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um þjónusturannsóknir á sviði dýraheilbrigðis.

Frá Árna Þór Sigurðssyni.



     1.      Hvernig er háttað fjármögnun þjónusturannsókna vegna sjúkdómagreininga dýra?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að gerður verði þjónustusamningur milli Matvælastofnunar og Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum um þjónusturannsóknir á sviði dýraheilbrigðis?
     3.      Hver er að mati ráðherra reynslan af sameiningu eftirlits með matvælaöryggi og dýraheilbrigði?
     4.      Telur ráðherra að heppilegt hafi verið að aðskilja þá starfsemi sem hefur með höndum eftirlit með dýraheilbrigði annars vegar og þá sem annast rannsóknir og sjúkdómsgreiningar?
     5.      Telur ráðherra að samstarf og boðleiðir milli eftirlits- og rannsóknastarfsemi séu viðunandi?


Skriflegt svar óskast.