Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 647. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1404  —  647. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um lögfræðiálit um lögmæti gengistryggðra lána.

     1.      Hefur ráðuneytið aflað lögfræðiálits (eins eða fleiri, innan eða utan húss) um lögmæti gengistryggðra lána?
    
Nei, ráðuneytið hefur ekki aflað lögfræðiálits, hvorki innan húss né utan, um lögmæti gengistryggðra lána.

     2.      Ef svo er ekki, af hverju hefur ráðuneytið ekki aflað slíks álits?
    
Þau málefni sem um ræðir eru á forræði efnahags- og viðskiptaráðherra. Á þingskjali nr. 733 er að finna svör efnahags- og viðskiptaráðherra við nánast samhljóða fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur. Þar kemur fram að þar sem þessi málefni eru nú til meðferðar hjá dómstólum telji efnahags- og viðskiptaráðuneytið ekki ástæðu til að afla álits af þessu tagi. Þau mál sem um ræðir eru enn til meðferðar hjá Hæstarétti.

     3.      Ef svo er:
                  a.      hver er niðurstaða álitsins um lögmæti gengistryggðra lána og rökstuðningur fyrir þeirri niðurstöðu og
                  b.      var tekið tillit til álitsins við uppgjör ríkisins og kröfuhafa föllnu bankanna um verðmæti lánasafna bankanna?

    Sem fyrr segir hefur ráðuneytið ekki aflað lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána.