Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 680. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1408  —  680. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um fullnægingu skilyrða fyrir framkvæmd Kárahnjúkavirkjunar.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hafa framkvæmdaaðilar Kárahnjúkavirkjunar séð til þess að 20 tölusettum skilyrðum sem ráðuneytið setti framkvæmdinni hafi verið fullnægt, og ef svo er, hvernig var mótvægisaðgerðunum framfylgt?
     2.      Er þörf á viðvarandi mótvægisaðgerðum, og ef svo er, hverjar væru það helstar?
     3.      Hvernig verður fylgst með náttúrufari á áhrifasvæði Hálslóns og Kárahnjúkavirkjunar?
     4.      Hafa komið fram ábendingar um að frekari mótvægisaðgerða sé þörf að fenginni nær þriggja ára reynslu af rekstri Kárahnjúkavirkjunar? Ef svo er, hverjar væru það helstar?


Skriflegt svar óskast.