Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 694. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Prentað upp.

Þskj. 1457  —  694. mál.
Viðbót.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um lánveitingar til Saga Capital, VBS fjárfestingarbanka og Askar Capital.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hafa Saga Capital og VBS fjárfestingarbanki staðið við eftirgreind skilyrði lánveitingar samkvæmt samkomulagi sem fjármálaráðuneytið gekk frá við fyrirtækin í mars 2009 til að treysta innheimtu veðskulda, sem ríkið yfirtók frá Seðlabankanum, en samkomulag við fyrirtækin fól í sér að verðbréfum var breytt í lán til sjö ára sem yrðu verðtryggð með 2% vöxtum og voru skilyrðin sett sem forsenda fyrir skuldbreytingunni, og ef lántaki stæði ekki við skilyrðin meðan skuld lánsins væri enn ógreidd gæti lánveitandi með skriflegri tilkynningu og 30 daga fyrirvara til skuldara gjaldfellt lánið:
              a.      ekki greitt út arð á lánstímanum, nema til komi samsvarandi niðurgreiðsla á höfuðstól þessa láns; ef ekki, þá af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


              b.      stillt kaupaukum til starfsmanna lántaka í hóf og tryggt að þeir séu í samræmi við gengi lántaka og almennar launagreiðslur og umbun á fjármálamarkaði; ef ekki, þá af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;
              c.      lagt fram rökstuðning vegna kaupaukagreiðslna og aflað samþykkis lánveitanda áður en stofnað hefur verið til réttar starfsmanns eða stjórnarmanns til slíks kaupaukaréttar; ef ekki, þá af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;
              d.      ekki heimilað kaup lántaka á eigin bréfum til niðurfærslu hlutafjár (óbein arðgreiðsla); ef ekki, þá af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;
              e.      tryggt að einstakar stórar áhættuskuldbindingar lántaka fari ekki yfir 20% af CAD eigin fé;
              f.      skilað ítarlegu rekstraryfirliti og skýrslu um stöðu og horfur í rekstri lántaka á þriggja mánaða fresti til lánveitanda, í sambærilegu formi og skýrslugjöf og forstjóri veitir stjórn á hverjum tíma; ef ekki, þá af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;
              g.      tryggt að útlánavöxtur takmarkist við innlendan fjármögnunargrunn og að vöxtur útlánasafns leiði ekki til skerts endurgreiðsluhæfis lántaka; hefur ítarlegu yfirliti um þróun útlána verið skilað til lánveitanda á þriggja mánaða fresti og hafa verið gerðar athugasemdir eða frekari skilyrði um frekari vöxt útlánasafns skuldara; ef ekki, þá af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;
              h.      tryggt að CAD-hlutfall lántaka sé ekki lægra en 10% á lánstímanum; ef ekki, þá af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;
              i.      hefur lántaki viðhaldið viðunandi lausafé og rekstrarhæfi að mati Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands á lánstímanum; ef ekki, þá af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;
              j.      hefur fyrirgreiðsla verið aukin til venslaðra aðila (með þeirri undantekningu þó ef einstaklingur í viðskiptum hefur störf eða tekur sæti í stjórn, eða aukningin er tilkomin vegna breytingar á hjúskaparstöðu viðkomandi); ef svo er, af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;    
              k.      hefur lántaki fyrir lok árs 2009 lokið innleiðingu Stjórnarhátta fyrirtækja skv. 2. útgáfu leiðbeininga sem útgefnar voru af Viðskiptaráði Íslands, Kauphöll Íslands og Samtökum atvinnulífsins; ef ekki, þá af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;
              l.      tryggt að ársreikningar lántaka fyrir árið 2008 hafi verið samþykktir af stjórn og undirritaðir af löggiltum endurskoðendum eigi síðar en 31. mars 2009; ef ekki, þá af hverju og hvernig hefur ráðuneytið brugðist við;
              m.      varð lausafjárstaða lántaka óviðunandi að mati Seðlabanka eða fór CAD-hlutfall skuldara einhvern tímann undir 10% á lánstímanum; ef svo er, af hverju og hvernig brást ráðuneytið við;
              n.      hefur lántaki einhvern tímann á lánstímanum tilkynnt um atvik sem eru fyrirsjáanleg til að valda vanefnd á lánasamningum eða fyrrnefndum skilyrðum?
     2.      Voru sett sambærileg skilyrði þegar gengið var frá sambærilegu samkomulagi við Askar Capital hf.? Ef svo er, hver eru þá svörin við áðurgreindum spurningum? Ef svo er ekki, af hverju og hver voru þá lánaskilyrðin?


Skriflegt svar óskast.