Fundargerð 139. þingi, 9. fundi, boðaður 2010-10-13 14:00, stóð 14:01:12 til 17:57:23 gert 14 8:0
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

9. FUNDUR

miðvikudaginn 13. okt.,

kl. 2 miðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:


Mannabreytingar í nefndum.

[14:01]

Hlusta | Horfa

Forseti kynnti eftirfarandi mannabreytingar í nefndum hjá Samfylkingunni:

Menntamálanefnd: Jónína Rós Guðmundsdóttir tekur sæti í stað Marðar Árnasonar.

Iðnaðarnefnd: Magnús Orri Schram tekur sæti í stað Jónínu Rósar Guðmundsdóttur.

Heilbrigðisnefnd: Kristján L. Möller tekur sæti í stað Magnúsar Orra Schrams.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd: Róbert Marshall tekur sæti í stað Kristjáns L. Möllers.

Umhverfisnefnd: Mörður Árnason tekur sæti í stað Róberts Marshalls.

Einnig voru kynntar eftirfarandi breytingar hjá Sjálfstæðisflokknum:

Utanríkismálanefnd: Ólöf Nordal tekur sæti aðalmanns í stað Ragnheiðar E. Árnadóttur, Ragnheiður E. Árnadóttir verður varamaður í stað Illuga Gunnarssonar, þ.e. nú varamanns hans, Sigurðar Kára Kristjánssonar.

Allsherjarnefnd: Sigurður Kári Kristjánsson, þ.e. varamaður Illuga Gunnarssonar, tekur sæti í stað Ólafar Nordal.

Fjárlaganefnd: Þorgerður K. Gunnarsdóttir tekur sæti í stað Ólafar Nordal.

Heilbrigðisnefnd: Ragnheiður Ríkharðsdóttir tekur sæti í stað Þorgerðar K. Gunnarsdóttur.

Menntamálanefnd: Unnur Brá Konráðsdóttir tekur sæti í stað Þorgerðar K. Gunnarsdóttur.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs: Ragnheiður Ríkharðsdóttir verður aðalmaður í stað Illuga Gunnarssonar, Jón Gunnarsson verður 1. varamaður flokksins og Sigurður Kári Kristjánsson verður 2. varamaður þar.

Enn fremur var tilkynnt að Birgir Ármannsson tæki við embætti ritara þingflokksins.


Tilkynning um dagskrá.

[14:02]

Hlusta | Horfa

Forseti tilkynnti að um kl. hálfþrjú færi fram utandagskrárumræða að beiðni hv. 3. þm. Norðaust.


Afbrigði um dagskrármál.

[14:03]

Hlusta | Horfa

[14:04]

Útbýting þingskjala:


Störf þingsins.

Fjárlagafrumvarpið -- skuldaleiðrétting.

[14:04]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.


Kosning aðalmanns í nefnd um erlenda fjárfestingu í stað Silju Báru Ómarsdóttur til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 12. gr. laga nr. 34 25. mars 1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Helgi Jóhannesson lögfræðingur.


Umræður utan dagskrár.

Frjálsar veiðar á rækju.

[14:36]

Hlusta | Horfa

Málshefjandi var Kristján L. Möller.


Um fundarstjórn.

Svör ráðherra í utandagskrárumræðu.

[15:05]

Hlusta | Horfa

Málshefjandi var Jón Gunnarsson.


Greiðsluaðlögun einstaklinga, 1. umr.

Stjfrv., 55. mál (tímbundin frestun greiðslna). --- Þskj. 56.

[15:09]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og fél.- og trn.


Heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni, fyrri umr.

Þáltill. SF o.fl., 8. mál. --- Þskj. 8.

[16:33]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og heilbrn.

[17:13]

Útbýting þingskjala:


Rýmri fánatími, fyrri umr.

Þáltill. SF, 9. mál. --- Þskj. 9.

[17:14]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og allshn.


Hámarksmagn transfitusýra í matvælum, fyrri umr.

Þáltill. SF o.fl., 11. mál. --- Þskj. 11.

[17:20]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og sjútv.- og landbn.


Meðferð einkamála, 1. umr.

Frv. SKK o.fl., 20. mál (flýtimeðferð mála um gengistryggð lán). --- Þskj. 20.

[17:36]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og allshn.

Fundi slitið kl. 17:57.

---------------