Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 29. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 29  —  29. mál.




Fyrirspurn



til forseta Alþingis um atvikin í Alþingishúsinu 8. desember 2008.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Með hvaða hætti ræðir skrifstofustjóri Alþingis um 100. gr. hegningarlaga í beiðni sem hann sendi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins 19. desember 2008 vegna atvika í Alþingishúsinu 8. þess mánaðar?
     2.      Telur forseti að þessi grein hegningarlaga, um mann „sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin,“ eigi við um atvikin sem til báru 8. desember 2008?


Skriflegt svar óskast.