Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 33. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 33  —  33. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um lánveitingar Byggðastofnunar.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Fá fyrirtæki lán hjá Byggðastofnun án þess að veð sé lagt til tryggingar? Hve mörg slík lán hafa verið veitt á árunum 2006–2009 og til hverra? Hver er heildarupphæð slíkra lána og hversu mörg þeirra eru í vanskilum?
     2.      Skiptir Byggðastofnun við fyrirtæki sem eingöngu eru stofnuð til að fá veðlaus lán hjá stofnuninni, þ.e. svokölluð skúffufyrirtæki? Hver dæmi eru um þetta frá árunum 2006– 2009? Upplýsingar óskast um lánsupphæð, nafn fyrirtækis, eiganda þess og aðsetur.


Skriflegt svar óskast.