Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 39. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 39  —  39. mál.




Fyrirspurn



til dómsmála- og mannréttindaráðherra um nauðungarsölur og uppboðsbeiðnir.

Frá Ólínu Þorvarðardóttur.



     1.      Hve margar nauðungarsölur og uppboðsbeiðnir á þessu ári hafa verið vegna:
                  a.      atvinnuhúsnæðis,
                  b.      nýbygginga í eigu verktaka og lögaðila,
                  c.      heimila, þ.e. almenns íbúðarhúsnæðis,
                  d.      annarra eigna, svo sem sumarhúsa, báta, bíla?
     2.      Hve margar uppboðsbeiðnir hafa verið afturkallaðar það sem af er árinu?
     3.      Hverjir voru helstu gerðarbeiðendur þeirra uppboða sem fram hafa farið í ár?
     4.      Hversu margar fasteignir voru boðnar upp árið 2002 og hve margar uppboðsbeiðnir voru afturkallaðar það ár?


Skriflegt svar óskast.