Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 65. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 66  —  65. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um fjölda aðgerða á spítölum og heilbrigðisstofnunum með skurðstofur.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



     1.      Hver var fjöldi aðgerða á spítölum og heilbrigðisstofnunum á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akranesi, á St. Jósefsspítala og Landspítala á árunum 2007, 2008, 2009 og fyrri hluta 2010 í:
                  a.      kvenlækningum,
                  b.      bæklunarlækningum,
                  c.      almennum skurðlækningum,
                  d.      háls-, nef- og eyrnalækningum,
                  e.      lýtalækningum?
     2.      Hversu mörg rúm eru á hverri framangreindra heilbrigðisstofnana og hvernig voru þau nýtt á tímabilinu, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.