Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 74. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 78  —  74. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um starfsmannahald og aðkeypta þjónustu hjá ráðuneytinu.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.



     1.      Hvaða breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi í ráðuneytinu frá 1. janúar 2009 til 1. október 2010? Óskað er upplýsinga um stöðugildi, starfsheiti, kynjahlutfall, launakjör og heildarlaunagreiðslur.
     2.      Hvernig hefur ráðuneytið útfært sparnaðartillögu ríkisstjórnarinnar í launagjöldum?
     3.      Hvaða sérfræðiþjónusta var keypt á tímabilinu 1. janúar 2009 til 1. október 2010 og í hvaða tilgangi, greint eftir nöfnum verksala og fjárhæðum?
     4.      Kannaði ráðuneytið hvort unnt væri að leysa þessi sérfræðiverkefni innan ríkiskerfisins áður en þjónustan var keypt, og ef svo er, til hvaða ríkisaðila var leitað í hverju tilfelli fyrir sig?



Skriflegt svar óskast.