Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 84. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 89  —  84. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um ákvörðun ráðherra um frjálsar veiðar á úthafsrækju.

Frá Jóni Gunnarssyni.



     1.      Hver eru viðbrögð ráðherra við álitamálum um lögmæti ákvörðunar hans um að gefa ekki út heildarafla úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2010/2011 með reglugerð og gefa þannig veiðar á úthafsrækju frjálsar, í ljósi minnisblaðs Ástráðs Haraldssonar hrl., dags. 9. júlí 2009, og álitsgerðar Karls Axelssonar hrl. og dósents í lagadeild Háskóla Íslands, dags. 26. ágúst 2010?
     2.      Hyggst ráðherra takmarka eða stöðva veiðar á úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2010/2011 þegar veidd hafa verið 7.000 tonn eða meira, til samræmis við mat Hafrannsóknastofnunarinnar á veiðiþoli úthafsrækjustofnsins?
     3.      Telur ráðherra að frjálsar veiðar á úthafsrækju geti talist sjálfbærar og ef svo er, hvaða rök búa að baki þeirri skoðun hans?
     4.      Telur ráðherra að frjálsar veiðar á úthafsrækju séu líklegar til að hámarka arðsemi af slíkum veiðum?
     5.      Hvernig samræmist ákvörðun ráðherra um frjálsar veiðar á úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2010/2011 stefnu ríkisstjórnarinnar um umgengni um auðlindir sjávar?
    

Skriflegt svar óskast.