Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 103. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 111  —  103. mál.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um skuldir sveitarfélaga hjá Íbúðalánasjóði.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hversu mikið skulda sveitarfélögin Íbúðalánasjóði vegna kaupa þeirra á félagslegu húsnæði?
     2.      Hversu há upphæð er í vanskilum hjá sjóðnum vegna slíkra kaupa og hvernig skiptist upphæðin milli kjördæma?
     3.      Hefur einhver hluti slíkra skulda verið afskrifaður og ef svo er, hversu háar eru afskriftirnar samtals, í hvaða kjördæmum hafa skuldir verið afskrifaðar og hversu háar upphæðir í hverju þeirra?
     4.      Liggja inni beiðnir hjá Íbúðalánasjóði um afskriftir lána sveitarfélaga og ef svo er, í hvaða kjördæmum og um hversu háar upphæðir er að ræða?


Skriflegt svar óskast.