Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 144. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 159  —  144. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um útgjaldaauka fyrir sjúklinga og aðstandendur sjúklinga vegna niðurskurðar á heilbrigðisstofnunum samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.



     1.      Hversu mikill útgjaldaauki í kjölfar niðurskurðar í fjárlagafrumvarpi lendir á sjúklingum vegna þeirra ferða sem þeir þurfa að greiða fyrir sökum þess að þeir þurfa að sækja þjónustu utan síns heimahéraðs til Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri og er þar átt við ferðir sem ekki eru greiddar af Sjúkratryggingum Íslands?
     2.      Hversu mikill útgjaldaauki lendir á aðstandendum sjúklinga (vegna ferða, vinnutaps, gistingar og uppihalds) sem munu í kjölfar niðurskurðarins þurfa að vitja sjúklinga á sjúkrahús utan síns heimahéraðs?


Skriflegt svar óskast.