Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 145. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 160  —  145. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um almenn áhrif skipulagsbreytinga á heilbrigðiskerfinu samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.



     1.      Hverjar verða mögulegar afleiðingar uppsagna heilbrigðisstarfsfólks á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni þegar horft er til búferlaflutninga innan lands og flutnings heilbrigðisstarfsfólks og fjölskyldna þeirra af landi brott?
     2.      Hver eru svæðisbundin áhrif þeirra skipulagsbreytinga sem boðaðar eru á heilbrigðiskerfinu í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011? Óskað er eftir mati á m.a. áhrifum breytinganna á fólksfækkun í landshlutum (eftir kjördæmaskipan sem var við lýði 1959– 1999), á þróun hagvaxtar í sömu landshlutum, á menntastofnanir, á fasteignaverð, á búsetukostnað, á önnur opinber störf í viðkomandi landshlutum o.s.frv.


Skriflegt svar óskast.