Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 161. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 177  —  161. mál.




Fyrirspurn



til dómsmála- og mannréttindaráðherra um presta á launaskrá hjá Biskupsstofu.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hvað eru margir prestar á launaskrá hjá Biskupsstofu?
     2.      Hvað eru margir prestar starfandi þar sem bíða þess að komast á eftirlaun og hve margir hafa mætingarskyldu og fasta stöðu við embættið?
     3.      Hvað eru margir prestar skráðir í sérverkefni hjá Biskupsstofu og hver eru sérverkefnin sem þeir sinna?
     4.      Hver er aldur þessara presta?
     5.      Hver er launakostnaður Biskupsstofu vegna presta sem hafa ekki fast brauð en eru þó á launaskrá á ársgrundvelli?


Skriflegt svar óskast.