Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 195. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 212  —  195. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um útboð og stækkun álversins í Straumsvík.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Hvernig var háttað útboðum til framkvæmda við stækkun álversins í Straumsvík?
     2.      Hvaða skilyrði voru sett fyrir því að fá að bjóða í verkið?
     3.      Hver var afstaða stjórnar Ísals, þ.m.t. fulltrúa ríkisins, til útboðsreglnanna? Hverjir eru fulltrúar ríkisins í stjórn Ísals?
     4.      Hver er skoðun ráðherra á því verklagi sem var viðhaft við útboðsgerðina?


Skriflegt svar óskast.