Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 269. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 312  —  269. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um smitandi hóstapest í hestum.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Hve mikill kostnaður hefur hlotist af smitandi hóstapest í hestum fyrir atvinnugreinina í heild, þ.e. hrossabændur, tamningamenn, hestamenn, þjónustuaðila o.s.frv.?
     2.      Hvert er tjón ferðaþjónustunnar vegna sömu veiki og afleiðinga hennar?
     3.      Hvað hefur verið gert til að takmarka tjónið?
     4.      Hvað er fyrirhugað að gera til að fyrirbyggja að eitthvað sambærilegt gerist aftur?
     5.      Liggur fyrir hver orsök veikinnar er?


Skriflegt svar óskast.