Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 295. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 341  —  295. mál.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um fjölda Íslendinga og vinnumarkaðinn.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hvað voru Íslendingar margir 1. nóvember 2010, hversu margir þeirra voru 67 ára og eldri og hversu margir 18 ára og yngri?
     2.      Hvað fluttu margir Íslendingar frá landinu frá 1. október 2008 til 1. nóvember 2010?
     3.      Hvað fluttu margir til landsins á sama tímabili og hversu margir þeirra voru:
                  a.      íslenskir ríkisborgarar,
                  b.      ríkisborgarar ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu,
                  c.      ríkisborgarar ríkja utan svæðisins?
     4.      Hvað voru 1. nóvember sl. skráðir margir:
                  a.      opinberir starfsmenn,
                  b.      starfsmenn á almenna vinnumarkaðnum,
                  c.      í námi í framhaldsskóla og háskóla,
                  d.      atvinnulausir,
                  e.      öryrkjar?
     5.      Hvað margir Íslendingar stunda vinnu erlendis þó að nánasta fjölskylda þeirra búi hér á landi?


Skriflegt svar óskast.