Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 343. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 421  —  343. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um öryggistíma í sjúkraflugi.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.



     1.      Hvernig er öryggistími í sjúkraflugi skilgreindur?
     2.      Hver er viðbragðstími í sjúkraflugi með tilliti til öryggistíma?
     3.      Hvað líður almennt langur tími frá því að kallað er eftir sjúkraflugi þangað til sjúklingur er kominn á áfangastað, sundurliðað eftir staðsetningu sjúklinga?
     4.      Hver er þróun viðbragðstíma í sjúkraflugi sl. 5 ár?



Skriflegt svar óskast.