Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 266. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 437  —  266. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar um starfsmannahald og aðkeypta þjónustu hjá ráðuneytinu.

     1.      Hvaða breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi í ráðuneytinu frá 1. janúar 2009 til 1. október 2010? Óskað er upplýsinga um stöðugildi, starfsheiti, kynjahlutfall, launakjör og heildarlaunagreiðslur.
    Á tímabilinu 1. janúar 2009 til 1. október 2010 hefur heildarstöðugildafjöldi í ráðuneytinu verið óbreyttur. Ráðið var í stöðugildi sem losnuðu og ráðið var í afleysingar vegna veikinda og barnsburðaleyfis. Á tímabilinu urðu eftirfarandi mannabreytingar:
    Ráðið var í stöðu lögfræðings frá 1. júní 2010 í stað annars sem lét af störfum 31. júní 2010. Ráðið var í hlutastarf í móttöku frá 6. apríl 2010 þar sem starfsmaður í móttöku minnkaði við sig starfshlutfall. Ráðið var tímabundið, frá 11. desember 2009 til 19. febrúar 2009, í starf upplýsingafulltrúa vegna barnsburðaleyfis upplýsingafulltrúa ráðuneytisins og einnig í móttöku, frá 23. desember til 31. desember 2009, vegna veikinda starfsmanns.
    Hjá umhverfisráðuneytinu starfa 32 starfsmenn í 30 stöðugildum. Um er að ræða einn ráðuneytisstjóra, þrjá skrifstofustjóra, 16 sérfræðinga, tvo móttökuritara, ritara ráðherra, ritara ráðuneytisstjóra, tvo ritara á skrifstofu ráðuneytisins, tvo starfsmenn í skjalasafni, fulltrúa, bókara, bílstjóra og fulltrúa í Brussel. Kynjahlutfall starfsmanna er 21 konur og 11 karlar. Launakostnaður með launatengdum gjöldum fyrir tímabilið 1. janúar 2009 til og með september 2010 eru samtals 408,1 millj. kr. Laun ráðherra og aðstoðarmanns ráðherra eru greidd af öðrum fjárlagalið.

     2.      Hvernig hefur ráðuneytið útfært sparnaðartillögu ríkisstjórnarinnar í launagjöldum?
    
Laun starfmanna ráðuneytisins voru lækkuð í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 18. ágúst 2009 um sparnaðaraðgerðir. Lækkunin nam 3–10% og náði til þeirra starfsmanna sem höfðu heildarlaun yfir 400 þús. kr. í mánaðarlaun. Farið var yfir fyrirhugaða launalækkun á starfsmannafundi og einnig var starfsmönnum hverjum og einum tilkynnt á fundi um lækkunina og afhent bréf með tilkynningu um breytingu með þriggja mánaða fyrirvara eða samkvæmt ákvæðum kjarasamninga þar um.

     3.      Hvaða sérfræðiþjónusta var keypt á tímabilinu 1. janúar 2009 til 1. október 2010 og í hvaða tilgangi, greint eftir nöfnum verksala og fjárhæðum?

Upphæð

Verksali
Vegna
4.275.325 Capacent Endurskoðun á stofnanauppbyggingu
958.744 Lex, lögmannsstofa Lögfræðiþjónusta
1.492.650 Capacent Sparnaðarátak ríkisstjórnarinnar
75.000 Ingibjörg Halldórsdóttir Lögfræðiþjónusta
402.000 Þorsteinn Narfason Sérfræðiþjónusta
159.980 Samsýn Sérfræðiþjónusta
48.884 Umhverfisráðgjöf Sérfræðiþjónusta
184.000 Framkvæmdasýslan Sérfræðiþjónusta
1.672.000 Guðný Björnsdóttir Lögfræðiþjónusta
1.076.146 Focal ehf. Sérfræðiþjónusta
24.000 Skynsemi ehf. Lögfræðiþjónusta
10.000 Aðalheiður Jóhannsdóttir Sérfræðiþjónusta
315.310 Alta Sérfræðiþjónusta
1.691.134 Alta Tækifæri til aukinnar framlegðar
600.000 Salvör Jónsdóttir Sérfræðiþjónusta
1.283.414 Skjal ehf. Þýðendur og túlkar
205.000 Lingua /Norðan jökuls ehf. Þýðendur og túlkar
39.000 UMÍS umhverfisráðgjöf Íslands ehf. Þýðendur og túlkar
310.440 Ellen Margrét Ingvadóttir Þýðendur og túlkar
14.823.027 Samtals jan.–sept.

     4.      Kannaði ráðuneytið hvort unnt væri að leysa þessi sérfræðiverkefni innan ríkiskerfisins áður en þjónustan var keypt og ef svo er, til hvaða ríkisaðila var leitað í hverju tilfelli fyrir sig?

    Þegar ný verkefni koma upp er ávallt reynt að leysa þau af sérfræðingum og starfsfólki innan stjórnarráðsins. Gildir það um meginþorra allra verkefna sem þarf að leysa í ráðuneytinu að jafnaði. Þetta er þó ekki án undantekninga eins og sést á töflunni í svari við 3. lið fyrirspurnarinnar og er þá um að ræða úrlausn verkefna sem krefjast ákveðinnar sérhæfðrar þekkingar og sérfræðiþjónustu.