Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 363. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.         
Prentað upp.

Þskj. 464  —  363. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um námskeið fyrir þá sem sæta akstursbanni.

Frá Valgerði Bjarnadóttur.



     1.      Hefur ráðuneytinu borist beiðni um endurgreiðslu kostnaðar við sérstakt námskeið fyrir þá sem sæta akstursbanni skv. 106. gr. a umferðarlaga, í samræmi við niðurstöðu álits umboðsmanns Alþingis nr. 5234/2008 frá 31. desember 2009?
     2.      Ef svo er, hver voru viðbrögð ráðuneytisins við erindinu?
     3.      Hvaða ráðstafanir hefur ráðuneytið gert varðandi framkvæmd þessara sérstöku námskeiða í framhaldi af áliti umboðsmanns?


Skriflegt svar óskast.