Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 365. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 467  —  365. mál.




Fyrirspurn



til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um úttektir á umferðaröryggi.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



     1.      Hvaða jarðgöng hérlendis hafa sætt úttekt með tilliti til umferðaröryggismála? Hvaða jarðgöng hafa ekki sætt slíkri úttekt og hvers vegna?
     2.      Mun Ísland taka þátt í umferðaröryggisúttekt Sameinuðu þjóðanna: „Decade of Action for Road Safety“? Ef svo er, hvert mun þá framlag Íslendinga verða?
     3.      Hvaða samgöngubætur hafa verið gerðar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2000, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hvaða staðlar og viðmiðanir eru lagðar til grundvallar ákvörðunum sænskra umferðaryfirvalda til að gera 2+2 vegi annars vegar og 2+1 vegi hins vegar?


Skriflegt svar óskast.