Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 321. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 547  —  321. mál.




Svar



dómsmála- og mannréttindaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mikið hefur ráðstöfunarfé ráðherra verið síðastliðin fimm ár, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hvernig hefur ráðstöfunarfénu verið varið síðastliðin fimm ár, sundurliðað eftir árum?


Ráðstöfunarfé ráðherra 2005 Þús. kr.
Hugvísindastofnun, ráðstefna helguð Brynjólfi Sveinssyni biskupi (loforð frá 2004) 250
Landlæknir, verkefnið „Þjóð gegn þunglyndi“ (loforð frá 2004) 250
Nýtt félag fulltrúa ákæruvalds (loforð frá 2004) 100
Politica – félag stjórnmálafræðinema, útgáfa tímarits (loforð frá 2004) 80
Leifur Eiríksson, málflutningsfélag. Þátttaka í alþjóðlegri málflutningskeppni 100
75 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands 200
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, átak gegn akstri utan vega 70
Ferð rannsóknarlögreglumanna á námstefnu sænskra samtaka fíkniefnalögreglumanna 150
Þorbjörn Hlynur Árnason, sækja ráðstefnuna „Africa Peace Initiative“ 60
Hvítasunnukirkjan Fíladelfíu, skóli fyrir munaðarlaus í Burkina Faso 60
Bandalag þýðenda og túlka, þýðingarverðlaun 150
Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við HÍ. Rannsóknir í refsirétti og afbrotafræði 250
Útgáfa V. bindis lögfræðingatals 25
Nemendafélag Lögregluskóla ríkisins, náms- og kynnisferð nema 250
Hilmir Kolbeins, námskeið í Los Angeles 50
5 lögreglumenn, manndrápsrannsóknanámskeið í USA 250
Samtök áhugafólks um spilafíkn 400
Kjartan Björnsson, varðveisla útvarpsþátta, m.a. viðtöl við lögreglumenn o.fl. 75
Sigrún Óskarsdóttir, könnun á viðhorfi presta til jafnréttismála í kirkjunni 200
Skákstarf Hróksins á Litla-Hrauni 200
V-dags samtökin 500
Club Lögberg, Norræna málflutningskeppnin í Kaupmannahöfn í júní 2005 150
Dr. Kristinn Ólafsson, ráðstefna á Hólum í Hjaltadal 250
Blað útskriftarnema á Bifröst 50
Heimsókn heimsstjórnar International Police Association til Íslands 150
Björgunarsveitin Kjölur, upplýsinga- og varúðarskilti á gönguleið við Esjuna 140
Prestafélag Íslands, útgáfa á riti um samkynhneigð, trú og kirkju 100
Haukur Guðlaugsson, kór- og organistanámskeið í Skálholti 50
Sjálfsbjörg, styrkur fyrir hjálparmenn í ferðir fatlaðra 150
Útgáfa á greisladisk Lögreglukórs Reykjavíkur 175
Kvennaráðgjöfin í Reykjavík 100
Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, minnisvarði í Viðey vegna strands HMCS Skeena 150
Miyako Þórðarson, kynnisferð til dönsku kirkju heyrnarlausra 75
Kirkjulistahátíð 2005 250
Útgáfa fræðirits stjórnmálafræðinema „Ísl. leiðarinnar“ 90
Jóhann Eyvindsson, nám í réttarmannfræði í USA 50
Geir Jón Þórisson, ásamt 3 öðrum, kynnisferð til lögr. Í Tallahessee, USA 160
Tímaritið Glíman vegna ráðstefnu „Hvað er guðfræði“ 180
Lögmannafélag Íslands, málþing um sáttameðferð (Mediation) í einkamálum 100
UNIFEM, alþjóðleg ráðstefna í tilefni Peking+10 og 60 ára afmæli Sþ 100
Sverrir Guðjónsson, Þorlákstíðir 250
Tollvarðafélag Íslands, 70 ára afmæli 150
Konráð Rúnar Friðfinnsson, útgáfa jólablaðsins „Greinin“ 50
Mads Bryde Andersen, málþing í samvinnu við Háskólann í Reykjavík okt. 2005 80
IceMUN, ráðstefna 3.–6. nóvember 2005 100
Alþjóðahúsið, útgáfa blaðs tileinkað fræðslu um trúarbrögð 100
Kvenréttindafélag Íslands vegna ráðstefnu „The Nordic-Baltic Campaign Against ...“ 150
Samtals 7.020
Ráðstöfunarfé ráðherra 2006 Þús. kr.
Lögreglufélag Reykjavíkur, útgáfa Lögreglublaðsins í tilefni 70 ára afmælis Lögrf. Rvk 62
Félag ábyrgra feðra, útgáfa á riti um starf og stefnu félagsins 100
Þorlákstíðir – útgáfa 300
Samtök áhugafólks um spilafíkn 400
Stofnun Sáttar, félags um sáttamiðlun 250
Fangelsið Kvíabryggju, kaup á píanói 329
Náms- og kynnisferð til lögreglunnar í Vínarborg 90
Félag guðfræðinema, útgáfa tímaritsins Orðið 100
Reykjavíkur Akademían, ráðstefnan „Ímyndir Norðursins“ 250
Orator, þátttaka í bandarískri laganemaviku og heimsókn til Ohio Northern University 50
Leifur Eiríksson, málflutningsfélag, þátttaka í alþjóðlegri málflutningskeppni 100
Fræðsluráðstefna IAI í Boston 50
Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, rannsókn á klámi og kynbundnu ofbeldi 300
Náms- og kynnisferð nema Lögregluskóla ríkisins 96
Lögreglufélag Reykjavíkur, stuðningur við útgáfu unglingabæklings um sakaskrána 19
Ferð rannsóknarlögreglumanna á námstefnu sænskra fíkniefnalögreglumanna, SNPF 300
Sýslumannsembættið í Borgarnesi, ferð starfsmanns á notendaráðstefnu um Oracle-kerfið 110
Tónleikaferð Lögreglukórsins til St. Pétursborgar og Tallinn 300
Þjálfun lögreglumanna í neyðarakstri og akstri lögregluökutækja 100
Samtök um kvennaathvarf, rannsóknarstyrkur 220
Styrkur til rannsókna á „Gagnsemi hamfarakerfa“ 110
Club Lögberg, þátttaka í Norrænu málflutningskeppninni 200
Ráðstefna á Hólum, „Saints and Geography“ eða „Kirkjurnar kortlagðar“ 300
Karmelsystur, Tónlist, Menning 250
Námskeið um áfallahjálp 200
Sjálfsbjörg, kostnaður af einum hjálparmanni í ferðir fatlaðra 150
BISER International, menntunarverkefni kvenna í Bosníu 150
Íslensk útgáfa af DISC-greiningarviðtali fyrir börn 9–17 ára 300
Styrkur til farar á „International ICAA Conference on Dependencies“ 75
Glíman, tímarit um guðfræði og samfélag 120
Rektor Skálholtsskóla, málþing í Reykjavík: „Vom Mythos zur Metapher“ 100
Hrókurinn, skákstarf meðal fanga 250
Litla gula hænan, leikfélag fanga á Litla-Hrauni 100
Úlfljótur, sérstakur dómstóll laganema, Lögbergsdómur 100
Ráðstefna um þriðja máttarstólpa Evrópusambandsins, Justice and Home Affairs o.fl. 250
Kvennaráðgjöfin, ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur 200
Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum; rekstur heimasíðu 75
Námsferð lögreglumanna í Kópavogi til lögreglunnar í Hamborg 120
Legsteinn Gríms Thomsen og Jakobínu Thomsen í Bessastaðakirkjugarði 354
Líknarfélagið Höndin 75
Jeremías ehf., framleiðsla á kirkjulegu jólaefni fyrir börn 150
Ráðstefna í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags H.kirkju og Stofnunar Árna Magnússonar 100
Þátttaka í snjóflóðanámskeiði Canadian Avalanche Association 100
Afmælisráðstefna Kvenréttindafélags Íslands 100
Námskeið hjá Traincops.com í Orlando, Florida mars 2007 250
Rannsóknir v/morða, Bruna o.fl. 150
Listaháskóli Íslands, námskeið á Litla-Hrauni með þátttöku nemenda úr tónlistardeild LHÍ 400
Samtals 8.255
Ráðstöfunarfé ráðherra 2007 Þús. kr.
Tónleikar í kirkjum landsins vegna verkefnisins „Sorgin og lífið“ 225
Bæklingur með grunnupplýsingum til innflytjenda 250
Félag ábyrgra feðra, ráðstefna á feðradaginn 12. nóvember 2006 100
Listvinafélag Hallgrímskirkju, 25 ára afmæli 500
Heimsleikar lögreglu og slökkviliðsmanna í Ástralíu í mars 2007 90
Orator, norræn laganemavika í Reykjavík 200
Náms- og kynnisferð til Atlantic City í Bandaríkjunum 200
Fangavarðafélag Íslands, ráðstefna norræna fangavarðafélagsins 250
Fangavarðafélag Íslands, fartölva fyrir fagfélag fangavarða 200
Norrænt prestamót heyrnarlausra 100
Bæklingur, „Unglingar og sakaskráin“ 30
Félag yfirlögregluþjóna, námsferð til lögreglunnar í Dublin, Írlandi 250
Leifur Eiríksson málflutningsfélag, þátttaka í alþjóðlegri málflutningskeppni í Bandaríkjunum 100
Lögr.m. í ávana- og fíkniefnadeild LRH, námstefna sænskra samtaka fíkniefnalögreglumanna 200
Kynnisferð lögreglumanna LRH til Danmerkur og Noregs 100
Sáttamiðlun, undirbúningsnámskeið 300
Útgáfa Glímunnar 2007 200
Samráðshópur um málefni fanga, ráðstefna um nýjar leiðir við afplánun o.fl. 40
Lögrétta, stofnkostnaður við Lögfræðiþjónustu Lögréttu 250
Námskeið rannsóknarlögreglumanna í Bretlandi 40
Skálholtskór, tónleikaferð til Rómar 100
Biblían á hljóðbók 100
Námsferð til Public Agency Training Council í Indianapolis, USA 40
Útgáfa alþjóðlegs ráðstefnurits, vísindalegar greinar um gamlatestamentsfræði 90
Kynnisferð útskriftarnema Lögregluskóla ríkisins 2006 til Danmerkur 100
Lögreglusamvera í Skálholtsskóla – tilraunaverkefni 75
„Skapandi tónlistarmiðlun“ fyrir fanga á Litla-Hrauni 500
Hátíð að Þingeyrum í september 2007 vegna 130 ára vígsluafmælis kirkjubyggingar o.fl. 150
Kirkjulistahátíð 2007 500
Sjálfsbjörg, hjálparmenn í ferðir fatlaðra 160
Club Lögberg, norræn málflutningskeppni í Helsinki í júní 200
Ríkislögreglustjóri, ráðstefna Nordic Network on Psychology and Law (NNPL) 200
Fyrirkomulag meðlags í nokkrum löndum, Gísli Gíslason 500
Sýningin FÖR í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og Þjóðarbókhlöðu 250
Mýrdalshreppur, kaup á klippibúnaði til nota við útköll vegna umferðaróhappa 200
Sendiráð Íslands í París, kynning á víkingasögu Íslendinga í París 100
Akureyrarbær, uppsetning á minnismerki um þrískiptingu ríkisvaldsins 200
Max Planck stofnunin, skýrsla um samanburð á refsiréttarreglum 200
Íslenska kristkirkjan, 10 ára afmæli 250
Ferð lögreglumanna til New Orleans, Geir Jón Þórisson 150
FÍR, námstefna í Stykkishólmi um aðferðir/úrræði þar sem tölvutæknin kemur við sögu 175
Blátt áfram, forvarnaátak gegn kynferðislegu ofbeldi 250
Jóhann Konráðsson, útskriftarferð nema úr Fangavarðaskóla ríkisins 200
Guðrún Kristinsdóttir, styrkur vegna bæklings yfir börn um ofbeldi á heimilum 100
Berglind Eyjólfsdóttir, þátttökustyrkur í NBNP-ráðstefnu í Finnlandi 300
Félag um foreldrajafnrétti, auglýsing vegna málþings 11. nóvember 2007 200
Eiríkur Ragnarsson og Jens Gunnarsson, námskeið Las Vegas ágúst 2008 160
Þorlákur Morthens, hljóðdrappering í stóra salinn á Litla-Hrauni 150
Hrönn Kristinsdóttir, klára myndina „Synir feðranna – örlög Breiðavíkurdrengja“ 200
Dr. Kristinn Ólason rektor, málþing á vegum Glímunnar o.fl. 100
Samtals 9.525
Ráðstöfunarfé ráðherra 2008 Þús. kr.
Hátíðarráðstefna á 100 ára afmæli lagakennslu á Íslandi, Björg Thorarensen 500
Zontaklúbbur Akureyrar, sýning um Jón Sveinsson – Nonna 100
FÍR, námstefna þann 26. janúar 2008 175
Húnbogi Jóhannsson Andersen, námskeið í Las Vegas í ágúst 2008 80
Kjartan E. Kristinsson, námskeið í Las Vegas í ágúst 2008 80
Snorri Birgisson og Haukur Bent Sigmarsson, námskeið Daytona Beach, Florida 160
Gísli I. Þorsteinsson, sýning til heiðurs lögreglum. er voru við störf í Heimaeyjargosinu 1973 150
5 lögreglumenn í ávana- og fíkniefnadeild lögr.stj. Hsv., námstefna í Svíþjóð SNPF 250
Leifur Eiríksson málflutningsfélag, keppni í USA 6.–12. apríl 2008 100
Hrafn Jökulsson vegna starfs skákfélagsins Hróksins á Litla-Hrauni 250
Lilja Steingrímsdóttir, þrjú jóganámskeið á Litla-Hrauni 150
Bjarnþóra M. Pálsdóttir, fagráðstefna í London fyrir fagfólk við að meðhöndla fíknisjúkdóma 75
Díana Ó. Óskarsdóttir, fagráðstefna í London fyrir fagfólk við að meðhöndla fíknisjúkdóma 75
Lögreglukór Reykjavíkur, kórhátíð á Álandseyjum 23.–26. maí 2008 250
Sjálfsbjörg, kostnaður er nemur einum hjálparmanni í ferðir fatlaðra 165
Rannsókna- og lærdómsferð nema úr Fangavarðaskólanum haustið 2008 180
Club Lögberg, þátttaka í Norrænu málflutningskeppninni í Ósló í júní 2008 200
Rauði kross Íslands, handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna 200
Háskóli Íslands, dr. Sigrún Júlíusdóttir, rannsóknarverkefni er kemur að skilnaðarmálum 500
Dr. Dougles Brotchie, þátttaka Íslendinga í norrænu kirkjutónlistarmóti, Noregi 18.–21. sept. 200
Biskupsstofa, móttaka í tengslum við kórastefnu kirkjunnar, söngmót kirkjukóra o.fl. 150
Sólstafir Vestfjörðum, námskeiðahald fyrir lögreglu og aðra embættismenn ríkisins 200
Róbert Spanó, lagadeild HÍ, útgáfa á ritinu Stjórnarskráin og refsiábyrgð 300
Haukur Arnþórsson, kynningarefni um hugmynd og verkefni um lögnetföng og þóðarpósthús 300
Félag lögfræðinga á Norður- og Austurlandi, málþing 150
Glíman, útgáfa tímaritsins 2008 100
Orator, Ohio Northern University sótt heim 100
Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna, námstefna haldin 15. nóvember 2008 175
Foreldrahús, styrkur vegna starfa og þjónustu samtakanna við börn og fjölskyldur þeirra 250
FRÆ – fræðsla og forvarnir, stuðningur við vímuvarnastarf FRÆ 250
Skálholtsútgáfan, rannsókn á leiguliðaábúð og eflingu stétta sjálfseignarbænda í upphafi 20. aldar 250
Samtals 6.065
Ráðstöfunarfé ráðherra 2009 Þús. kr.
Díana Ó. Óskarsdóttir, sótt ráðstefna 6th UK/European Symposium on Addictive Disorders 50
Orator, lögfræðiaðstoð Orators fyrir árið 2009 500
Fimm lögreglumenn v. námstefnu sænskra samtaka fíkniefnalögreglumanna 250
Margrét Guðjónsdóttir, rekstur Listafélags Langholtskirkju 200
Bjarnþóra Pálsdóttir, fagráðstefna í London 14.–16. maí 2009 50
Elísabet Jóna Jóhannsdóttir, fagráðstefna í London 14.–16. maí 2009 50
Slysavarnafélagið Landsbjörg, endurnýjun stjórnstöðvarbíls Flugbjörgunarsveitarinnar 3.000
Samhæfingar- og stjórnstöð Almannavarna, rekstur stöðvarinnar 1.000
Orator, norræn laganemavika í Reykjavík 250
Málflutningsfélagið Leifur Eiríksson, þátttaka laganema í alþj. málflutningskeppni Jessup 2009 100
Club Lögberg, Norræn málflutningskeppni í júní 2009 á Íslandi 200
Félag yfirlögregluþjóna, Geir Jón Þórisson formaður, aðalfundur og málþing félagsins 150
Eiríkur Valberg rannsóknarlögreglumaður, námstefna sænskra fíkniefnalögrm. í Gautaborg apríl 50
Einar Guðberg Jónsson, Intern. Police Association, fundur Norðurlandadeilda í maí á Selfossi 150
Hagsmunasamtök heimilanna, stuðningur við rekstur samtakanna á árinu 2009 300
Harpa Oddbjörnsdóttir, fræðsla fyrir starfsfólk þjóðkirkjunnar á Vestfj. um kynferðisofbeldi 50
Félag sérsveitarmanna, árshátíð 70
Bókasafn Litla-Hrauns (einnig gefið Lagasafn 2007) 50
Eiríkur B. Ragnarsson og 3 aðrir, námskeið hjá Intern. Association of Undercover Offi., Orlando 160
FÍR, námstefna er varðar málefni framhaldsrannsókna lögreglu 75
Orator, norræn laganemavika í Reykjavík, viðbótarstyrkur 50
Krían, hagsmunafélag lögreglukvenna, styrkur til rekstursins 100
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, kynna boðskap bókarinnar „Á mannamáli“ 200
Samtals 7.055