Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 338. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 627  —  338. mál.




Svar



dómsmála- og mannréttindaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar um útgáfu kynningarblaðs vegna kosninga til stjórnlagaþings.

     1.      Var útgáfa kynningarblaðs vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 sem prentað var í 130.000 eintökum og dreift inn á hvert heimili landsins boðin út, þ.m.t. umsjón, hönnun, prentun og dreifing? Ef útgáfan var ekki boðin út, hvað réð þeirri ákvörðun?
    Ráðuneytið fól Ríkiskaupum að gera örútboð vegna prentunar kynningarblaðsins sem tók þá til allra aðila sem eru innan rammasamningakerfis Ríkiskaupa. Aðrir verkþættir voru ekki boðnir út enda allar kostnaðaráætlunarfjárhæðir undir viðmiðunarmörkum um útboðsskyldu.

     2.      Hvaða fyrirtæki unnu að útgáfu kynningarblaðsins? Hver var heildarkostnaðurinn við útgáfuna og hvað kostuðu einstakir verkþættir, umsjón með útgáfunni, hönnun blaðsins, prentun þess og dreifing?
    Eftirfarandi fyrirtæki unnu að útgáfu kynningarblaðsins:
               Hönnun: Plánetan ehf.
               Umsjón: Athygli ehf.
               Prentun: Oddi ehf. / Landsprent ehf.
               Dreifing: Íslandspóstur hf.

    Kostnaður við einstaka verkþætti var eftirfarandi:
               Hönnun kynningarblaðs, umbrot kápu og fréttasíðna, ljósmynd á kápu: 814.400 kr.
               Umsjón, þ.m.t. textavinna, umbrot kynningarsíðna með frambjóðendum, myndvinnsla og prófarkalestur: 1.767.960 kr.
               Prentun: 5.670.000 kr.
               Dreifing: 2.936.116 kr.

    Heildarkostnaður nam því samtals 11.188.476 kr. án virðisaukaskatts.